Handbók í textíl

HANDBÓK Í TEXTÍL Pirjo Karhu Maija Malmström Tuula Mannila Maj Åberg-Hilden

HANDBÓK Í TEXTÍL Pirjo Karhu Maija Malmström Tuula Mannila Maj Åberg-Hildén Þýðandi Ásdís Jóelsdóttir MENNTAMÁLASTOFNUN

2 Handbók í textíl er ætluð nemendum í efri bekkjum grunnskóla. Innihaldið er fjölbreytt og getur nýst sem uppflettirit þeimsemáhuga hafa að vinna textíl verkefni. Leiðbeiningar eru einfaldar og skýrar bæði í texta og myndum. Bókin er vel skipulögð og kennslumiðuð frá einföldum yfir í flóknari aðferðir. Í bókinni er að finna leiðbeiningar í grunntækni í ýmsum textílaðferðum, meðal annars prjóni, hekli, saumi, útsaumi og öðrum aðferðum t.d. þæfingu, bútasaumi, litun á garni og hnýtingum. Sögulegt innlit er í allflestum köflum. Einnig eru að finna leiðbeiningar um vefjarefnafræði, efnisgerðir og meðferðamerkingar. Þá er einnig kafli um fjölbreyttar saumtækniaðferðir með fatasniðum fyrir börn og unglinga á aldrinum 9–16 ára í stærðum 140–176. Sniðin eru með einföldum útfærslum og ítarlegum saumaleiðbeiningum sem auðveldar nemendum að vinna með sniðútfærslur út frá eigin hugmyndumog sköpun. Í saumtæknikaflanum er farið yfir ýmis atriði sem koma fyrir í fatnaði almennt. Með bókinni fylgja tvær sniðarkir bæði fyrir einfaldari og flóknari saumavinnu. Sniðhlutar fyrir hverja flík eru staðsettir þannig á örkunum að ekki þarf að flytja sniðpappírinn til og frá á örkinni sem auðveldar til muna vinnuna þegar sniðhlutar eru teiknaðir upp. Það er von okkar að bókin muni auka sjálfstæði í vinnubrögðum og vera hvatning fyrir nemendur til að vinna á persónulegan og skapandi hátt á sínum eigin forsendum. Bókin ætti að auðvelda kennurum að halda utan um kennsluna á skipulagðan hátt og dreifa ábyrgðinni meira til nemenda, auk þess að auka hugmyndaauðgi og sköpun í verkefnavali. Við vonum að bókin komi ykkur að gagni og að þið hafið gaman af því að prófa ykkur áfram í textílvinnu. Ásdís Jóelsdóttir og Kristín Garðarsdóttir Handbók í textíl ISBN 978-9979-0-2572-6 © 2009 Pirjo Karhu, Maija Malmström, Tuula Mannila, Otava útgáfan © Maj Åber-Hilden, Schildts útgáfan © Teikningar: Pirjo Karhu, Tuula Mannila © Ásdís Jóelsdóttir þýðandi Heiti á frummálinu: Hyvä sauma, Tekstiilityön käsikirja. Bókin er þýdd úr sænsku, heiti bókar: Handbok i textilslöjd Ritstjórar finnsku og sænsku útgáfunnar: Reetta Väätäinen og Margareta Teir Hönnun finnsku útgáfunnar: Piia Ouri og Vitale/Jukka Iivarinen Ritstjóri íslensku útgáfunnar: Sigríður Wöhler Þýðing og staðfæring: Ásdís Jóelsdóttir Yfirlestur: Kristín Garðarsdóttir Þakkir fyrir aðstoð og ráðgjöf fá Guðrún Bjarnadóttir, Guðrún Hannele, Gunnhildur Kristjánsdóttir, Hildur Guðnadóttir Málfarsyfirlestur: Ingólfur Steinsson Lista yfir rétthafa ljósmynda er að finna aftast í bókinni 1.útgáfa 2022 Menntamálastofnun Kópavogi Bókin er gefin út með leyfi Otavas Tryckeri Ab og Schildts Förlag Ab Bók þessa má ekki afrita með neinum hætti, svo sem með ljósmyndun, prentun, hljóðritun, eða á annan sambærilegan hátt, að hluta til eða í heild, án skriflegs leyfis höfundar, myndhöfundar og útgefanda.

EFNISYFIRLIT 3 Efnisyfirlit PRJÓN Prjón 8 Flatprjón og hringprjón 8 Flatprjón 8 • Hringprjón 8 Saga prjónsins 9 Lykkjur, umferð og lykkjuröð 10 Áhöld 11 Val á garni og prjónum 12 Ullargarn 12 • Bómullargarn 13 • Gervigarn og blandgarn 13 Blönduð ull 14 Uppfitjun 14 Upphafslykkja 14 • Húsgangsfit 15 Að prjóna 16 Slétt prjónalykkja 16 • Brugðin prjónalykkja 16 • Slétt óprjónuð lykkja 17 • Brugðin óprjónuð lykkja 17 Útaukning – fjölga lykkjum 17 Útaukning með uppslætti 17 • Prjónað í lykkju í fyrri umferð 17 Úrtaka – fækka lykkjum 18 Lykkjur prjónaðar saman 18 • Steypiúrtaka 18 • Tvöföld steypiúrtaka 18 Affelling 19 Slétt prjón 19 • Stuðlaprjón (stroff) 19 Lykkjufall 19 Að skipuleggja prjónavinnu 20 Að reikna út þéttleika og lykkju- fjölda með prjónfestuprufu 20 Vörumiði á garni 21 Tákn og skammstafanir 22 Útprjón og skýringarmyndir 23 Munstureining 23 • Garðaprjón 23 • Sléttprjón, framhlið 24 • Sléttprjón, bakhlið 24 • Stuðlaprjón (stroff) 2 sl, 2 br 25 • Stuðlaprjón (stroff) 1 sl, 1 br 25 • Körfuprjón 26 • Perluprjón 26 • Gataprjón 26 Kaðlar 27 Mjór kaðall 27 • Kaðall 27 Munsturprjón með fleiri litum 28 Skipulag fyrir munsturprjón í fleiri litum 28 • Myndprjón 29 • Munstur með prjónsporum 29 Frágangur á handvegi á hringprjónaðri peysu 29 Frágangur á prjónverki 30 Að gufupressa prjón 30 • Að strekkja prjónverk 30 Saumar á prjónastykkjum 31 Þræðispor 31 • Heklaður saumur 31 • Afturstingur 31 Faldar og prjónaðir kantar 32 Einfaldur faldur 32 • Faldur með takkaröð 32 • Stroffkantur 33 • Garðaprjónskantur 33 • Að taka upp lykkjur 33 • Að ganga frá garnendum 34 • Að ganga frá hringprjóni 34 • Að ganga frá oddaúrtökum 34

4 Ráð við umhirðu á prjóna- fatnaði 35 Umhirða á flíkum úr ull- eða gervigarni 35 • Umhirða á flíkum úr bómullargarni 35 Vettlingar 36 Vettlingahlutar 36 • Að skipuleggja vettlingaprjón 36 • Vettlingastærð 37 • Stroff og neðri hluti vettlings 37 • Þumall 38 Sokkar 40 Sokkahlutar 40 • Að skipuleggja sokkaprjón 40 • Sokkastærð 41 • Stroff 41 • Hæll 41 • Framleistur 43 • Tota 43 Oddaúrtökur 44 Fjórföld úrtaka 44 • Þreföld úrtaka 44 • Stjörnuúrtaka 45 • Bandúrtaka 45 Ullarhúfa með stuðlaprjóni 46 HEKL Saga heklsins 48 Hekl 50 Áhöld og garn fyrir hekl 50 Lykkjur 51 Hlutar lykkju 51 • Loftlykkja 51 • Fastahekl 52 • Hálfur stuðull 52 • Stuðull 53 • Tvíbrugðinn stuðull 53 • Keðjulykkja 54 Tákn og skammstafanir 54 Útaukning 55 Úrtaka 55 Formuð heklverk 56 Hekla í hring 56 • Einföld hekluð húfa 56 • Heklaður ferningur 57 • Að tengja saman ferninga 58 Að hekla kanta 58 Takkaröð 58 Að útfæra heklmunstur 59 Heklað með fleiri litum – tvíbandahekl 60 ÚTSAUMUR Útsaumur 62 Útsaumur í höndum 62 Efni og áhöld 62 Saga útsaums 63 Garn og efni fyrir útsaum 64 • Upphafsstafir í útsaumi 64 • Að skipuleggja útsaum með upphafsstöfum 64 • Útsaumsspor 65 • Krosssaumur 68 • Gamli krosssaumurinn (fléttusaumur) 69 Flatsaumur, skattering og refilsaumur 70 • Skattering og refilsaumur 71 • Augnsaumur 72 • Demantsspor 72 • Að sauma út form og línur í dúk eða púða 73 • Frjáls útsaumur í mynd 74 Útsaumur í saumavél 75 Beinsaumur 75 • Víxlsaumur og skrautsaumar 75 • Frjáls útsaumur í vél 76 • Ásaumur – applíkering 77 Bútasaumur 78 Skipulag 78 • Sníða og sauma 79 • Einfaldir ferningar og hrað- saumur 80 • Bjálkahús 82 • Vattering – „kvíltering“ 84 • Frágangur á bútasaumsteppum 86 • Brotin og felld stjarna í pottaleppa 89 •

EFNISYFIRLIT 5 Handsaumaðir sexhyrningar 90 • Óreglulegir bútar á grunni – crazyaðferðin 92 Mála með efnisbútum 93 ÝMSAR TEXTÍL- AÐFERÐIR Ýmsar textílaðferðir 96 Stimpilþrykk 96 Þrykkt með skapalóni 97 Batík – litunaraðferð 98 Perluvefnaður 100 Perluvefnaður 101 • Hnýting – Makramé 103 Tvöfaldur hálfur hnútur 103 • Sléttur hnútur – rifhnútur 103 Vinabönd 104 Fléttur 105 Flétta með fjórum böndum 105 • Flétta með fimm böndum 105 • Flétta með sex böndum 105 • Flétta með sjö böndum 105 Dúskar og kögur 106 Dúskur 106 • Skúfur 107 • Kögur 107 Þæfing 108 Blautþæfing 109 • Bautþæfður bolti 110 Þurrþæfing 110 Vefnaður 111 Vefnaður á pappaspjaldi 114 Rýja 116 Saumuð rýjaaðferð 117 • Einföld rýjaaðferð 118 Jurtalitun 119 Garnið og litir 120 • Að undirbúa garnið fyrir litun 120 • Litunarbaðið 121 • Að lita 121 • Að skola og þurrka garnið 121 SAUMUR Saumur 124 Val á efni 124 Hráefni 124 Náttúrutrefjar 125 Dýratrefjar 125 • Jurtatrefjar 125 Saga fatnaðar og fatagerðar 126 Sjálfbærni í fataiðnaði 128 Íslenski þjóðbúningurinn 128 Gervitrefjar 129 Hálfgervitrefjar 129 • Algervitrefjar 129 Spuni og trefjablandanir 129 • Ofin og prjónuð efni 130 • Ofið efni 130 • Teygjanleg prjónaefni 130 • Míkróefni 131 • Vattefni (Thermoefni) 131 • Lamíneruð efni 131 Að kaupa efni 132 Að velja snið 133 Að velja stærð 133 Sniðmerkingar 135 Sníðaarkir í tískublöðum 136 Sniðbreytingar 138 Að bæta við saumfari og faldi 139 Að sníða 140 Saumaleiðbeiningar 142 Saumar 142 • Faldar 146 • Teygjugöng 146 • Efnisræmur og skábönd 149 • Fellingar og sniðsaumar 156 • Lek í efni 158 • Rykking í efni 158 • Klaufar 160

6 Kragar 168 Skyrtukragi 168 Hettur 170 Tvöföld hetta 170 Hnappagöt og tölur 171 Hnappahneslur 171 • Að sauma hnappagöt 172 • Að festa tölu 173 Vasar 174 Utanávasi 174 • Utanávasi með skásettu vasaopi 175 • Fóðraður utanávasi 176 • Hliðarvasi í saum 178 • Tilbrigði við hliðarvasa 179 • Anórakkvasi 180 • Bryddaður vasi 182 • Buxna- og pilsvasi 184 • Falskur vasi með lista 185 Band, belti eða handfang 186 • Tvöfalt band 186 • Fjórfalt band 187 • Band með lokusaumi (overlock) 187 Teygjuefni 188 Snið 188 • Sníða 188 • Teygjusaumar 189 • Brúnir og faldar á teygjuefnum 190 Umhirða og endurnýting fatnaðar 193 Að þvo fatnað 193 • Að þvo undirfatnað 195 • Að þvo ytri fatnað 195 • Blettahreinsun 196 • Ábendingar og ráð 199 • Umhirða á skóm 200 Að binda bindishnút – tveir möguleikar 200 SNIÐ- OG SAUMALEIÐBEININGAR Snið- og saumaleið- beiningar 202 Sníðaörk A, síða 1 202 Sníðaörk A, síða 2 202 Máltafla fyrir stúlkur og drengi 203 Leiðbeiningar 203 1. Svunta 203 2. Bakpoki 208 3. Stuttbuxur 214 4. Joggingpeysa og hettupeysa 217 Sníðaörk B, síða 1 226 Sníðaörk B, síða 2 227 5. Pils 228 6. Buxur og stuttbuxur 234 7. Hettujakki og jakki 237 Sniðin á sníðaörk B, síða 2 247 8. Bolur 247 9. Æfingabolur og toppur 252 10. Mjaðmabuxur, kósíbuxur og æfingastuttbuxur 254 11. Toppur með mjóum axlahlýrum 258 ATRIÐISORÐ Atriðisorð 260 LISTI YFIR LJÓSMYNDIR Ljósmyndir 261

PRJÓN 7 Prjón

8 Prjón Þegar prjónað er með garni og tveimur prjónum myndast lykkjur sem krækjast hver í aðra. Hver lykkja er nefnd prjónalykkja og aðferðin nefnist prjón. Prjónaðar flíkur eru yfirleitt teygjanlegar. Flatprjón og hringprjón Flatprjón Flík sem prjónuð er með hringprjónum er til dæmis ekki með saumum í hliðum. Þegar prjónað er í hring er annaðhvort prjónað með hringprjóni eða sokkaprjónum (4–5 prjónum). Þannig er ekki prjónað fram og til baka heldur eru umferðirnar prjónaðar í spíral. Í hringprjóni byrjar umferðin við garnendann þar sem uppfitjun byrjaði. Hentugra er að prjóna munstur með nokkrum litum með hringprjóni þar sem auðveldara er að fylgjast með myndun munstursins þegar réttan á prjóninu snýr fram. Þegar umferðir eru prjónaðar fram og til baka verður útkoman flatprjón. Öll prjónamunstur er hægt að prjóna fram og til baka en ef prjónað er með mörgum litum (tvíbandaprjón) er hentugra að prjóna í hring. Hringprjón

PRJÓN 9 Saga prjónsins Egyptar voru líklega þeir fyrstu sem náðu valdi á prjónalistinni. Elsta varðveitta prjónverkið sem fundist hefur eru sokkar frá því á 5. eða 6. öld. Talið er að prjónaðferðin hafi komið með aröbum til Evrópu. Í upphafi voru prjónar úr tré eða beinum en síðar úr málmi. Fyrst var prjónað fram og til baka með tveimur prjónum. Á 13. öld lærði fólk að prjóna í hring með fjórum eða fimm prjónum. Í fyrstu voru prjónaðar vörur dýrar enda gerðar úr fíngerðu silki-, bómullar- eða hörgarni. Prjónakunnátta barst til Íslands á 16. öld. Á 17. og 18. öld voru ullarvörur mikilvægar útflutningsvörur en eftirspurn minnkaði síðan á 19. öld. Undir lok 19. aldar voru stofnsettar tvær ullarverksmiðjur hér á landi: Álafoss í Mosfellssveit og Gefjun á Akureyri. Þar var m.a. framleiddur plötulopi sem notaður var í íslenskar lopapeysur. Upphaf íslensku lopapeysunnar má rekja til aukinnar sjósóknar í byrjun 20. aldar þegar gerðar voru prjónaðar peysur fyrir sjómennina. Á fjórða og fimmta áratugnum voru lopapeysur með munsturbekkjum yfir axlir og herðar vinsæl söluvara fyrir ferðamenn. Íslenska lopapeysan þekkist helst á áberandi munsturútliti og sauðalitum. Fyrirmyndir af munsturbekkjum eru sóttar til gamalla munsturbóka (sjónabækur), munsturprjónaðra vettlinga og til íslenskrar náttúru. Lopapeysuprjónið hefur frá fyrstu tíð verið mikilvæg tekjulind fyrir íslensk heimili. Peysan er vinsæl söluvara vegna þess að fljótlegt er að prjóna hana á grófa prjóna auk þess er ullarlopinn frekar ódýrt hráefni. Vöruheitið „Íslensk lopapeysa“ varð að veruleika eftir að útflutningur á handprjónuðum peysum jókst á árunum eftir 1960. Íslenska lopapeysan er verndað afurðaheiti. Hér er yfirlit yfir þá sértæku þætti sem einkenna hefðbundna „Íslenska lopapeysu“: • Ullin sem notuð er í handprjónaðar íslenskar lopapeysur er klippt af íslensku sauðfé • Í peysuna er notuð nýull (ull sem ekki er endurunnin) • Peysan er prjónuð úr lopa, s.s. plötulopa, léttlopa, Álafosslopa o.s.frv. • Hringprjónað berustykki með munsturformum og/eða munsturbekkjum frá herða- eða axlalínu að hálsmáli • Peysan er handprjónuð á Íslandi • Peysan er prjónuð í hring.

10 Lykkjur, umferð og lykkjuröð Prjónavoð er mynduð af prjónalykkjum. Til að skilja prjónauppskriftir er nauðsynlegt að kunna nöfnin á ólíkum hlutum prjónalykkjunnar. Slétt lykkja er slétt ef horft er frá réttu prjónsins. Sama lykkja er brugðin ef horft er frá röngu prjónsins. fremri lykkjubogi neðri hluti (undirbogi) aftari lykkjubogi efri hluti (yfirbogi) Lárétt röð af lykkjum myndar eina umferð. Ef rekja þarf upp prjón og færa lykkjur aftur upp á hægri prjón er nauðsynlegt að lykkjurnar snúi rétt á prjóninum. Fremri lykkjuboginn á að hafna á framhluta prjónsins. Lóðrétt röð af lykkjum myndar lykkjuröð.

PRJÓN 11 Áhöld Prjónar geta verið úr málmi, viði plasti eða bambus. Prjónar úr bambus eru léttir og þægilegir í notkun en endast ekki eins vel. Prjónar úr viði, t.d. birki eru léttir en geta brotnað ef átak kemur á þá. Prjónar úr málmi endast lengur. Á sumum prjónum eru númer sem segja til um stærð prjónsins, þ.e. þvermál í millimetrum. Á hringprjónum er einnig gefin upp lengd prjónsins í sentimetrum. Mælispjald Kaðlaprjónar Nálar Hringprjónar Sokkaprjónar Heklunál Mælispjald eða prjónamál er notað til að mæla grófleika prjóna. Bandprjónar eru notaðir til að prjóna flatprjón, t.d. bakstykki sér og framstykki sér. Hringprjónar eru einnig notaðir til að prjóna fram og til baka en þá er ekki tengt í hring. Hringprjónninn getur ekki verið lengri en ummál prjónverksins. Sokkaprjónar eru notaðir við minni prjónverk eins og vettlinga og sokka. Kaðlaprjónn eða hjálparprjónn er til dæmis notaður við kaðlaprjón þegar flytja þarf prjónalykkjur á milli. Sveigjan á prjóninum kemur í veg fyrir að lykkjurnar renni af prjóninum. Heklunál nýtist vel ef prjónalykkja fellur af prjóni og raknar upp (lykkjufall). Heklunál í stærð 3 hentar vel til að „prjóna“ lykkjuna til baka yfir á prjóninn. Heklunál er líka notuð til að festa saman prjónastykki.

12 Val á garni og prjónum Garn er búið til úr trefjum sem spunnar eru saman í þráð. Þræðir eru síðan tvinnaðir saman til að auka togstyrk garnsins. Útlit og eiginleikar á garni getur verið breytilegt með því að tvinna þræðina á mismunandi vegu og ef ólíkir þræðir eru tvinnaðir saman. Garn sem hentar til að prjóna úr er aðallega úr ull, bómull og gervitrefjum. Ull og bómull eru náttúrutrefjar. Pólýester, pólýamíd og pólýakrýl eru gervitrefjar. Þegar blandað er saman náttúru- og gervitrefjum næst fram blandað garn. Gervigarn og garnblanda eru ódýrari í framleiðslu en til dæmis hreint ullargarn. Í verslunum er garn annaðhvort selt í hespum eða hnotum (dokkum). Þyngd á hespum er oftast 100g og hnotu 50g eða 100g. Utan um hespuna og hnotuna er vörumiði þar sem finna má allar upplýsingar um garnið. Prjónastærð er valin í samræmi við grófleikann á garninu. Því grófara garn því grófari prjónar. Á vörumiðanum er mælt með prjónastærð. Mikilvægt er að gera prjónfestuprufu og prófa sig áfram með prjónið og garnið. Ef prjónað er of laust þá er notuð prjónastærð sem er t.d. hálfu númeri minni en gefin er upp á miðanum. Ef prjónað er of fast þá borgar sig að nota grófari prjóna en þannig verður flíkin eftirgefanleg og loftar vel. Ullargarn Helstu eiginleikar ullargarns er að það dregur í sig raka og er hlýtt. Á veturna eru ullarsokkar því hlýir fyrir fætur í stígvélum, kulda- og skíðaskóm. Aftur á móti er óblandað ullargarn ekki slitsterkt og þolir illa núning og geta því göt myndast á sokkahælum eða olnbogum á peysum. Auk þess geta ullarflíkur þófnað í heitu vatni, við núning og notkun. Ullarflík er þvegin í höndum upp úr volgu vatni (30°) eða á sérstöku ullarþvottakerfi. Ef garnið er merkt Superwash/Vélþvæg ull er það meðhöndlað þannig að ullin þoli þvott í þvottavél. Prjónaða flík á aldrei að setja í þurrkara vegna þess að hitinn þæfir ullina og flíkin skreppur saman. Hrein ný ull Vélþvæg ull REN NY ULL Maskintvättbar Ren Ny Ull

PRJÓN 13 Fyrir þá sem eru byrjendur í prjóni er hentugt að prjóna úr ullargarni, vegna þess að þá sést síður ef prjónalykkjurnar eru ójafnar. Gott ráð og fljótlegt er að byrja að prjóna húfu eða ullarvettlinga úr fremur grófu garni með grófum prjónum. Bómullargarn Bómullargarn hentar vel fyrir flíkur á vorin og sumrin. Bómullargarn sem er með glansandi áferð kallast merceriseruð bómull og gerir það garnið sterkara. Ódýrara er að framleiða bómullargarn en ullargarn. Ef valið er að prjóna úr bómullargarni þarf að hafa í huga að velja rétta prjónastærð miðað við það sem gefið er upp í prjónfestu á vörumiðanum eða í uppskrift. Bómull er ekki sérstaklega teygjanleg. Ef prjónað er of fast er erfitt að fækka eða fjölga prjónalykkjum ef vinnan við prjónið er þegar hafin. Ef prjónað er of laust verður yfirborð prjónsins ójafnt. Mikilvægt er að þvo varlega prjónaðar bómullarflíkur. Blaut flík er líka fremur þung og getur því teygst á flíkinni sé hún hengd til þerris. Flíkin heldur betur formi ef hún er þurrkuð á flötu undirlagi og á það einnig við um ullarflíkur. Gervigarn og blandgarn Gervigarn hentar vel fyrir þá sem hafa ofnæmi fyrir ull. Garn úr gervitrefjum er ódýrara í framleiðslu en ullargarn. Pólýakrýl lítur út og er með álíka áferð og ullargarn og er þess vegna gjarnan notað í prjónagarn. Áferðagarn er oftast úr gervitrefjum. Garnið getur verið loðið og lykkjað eða með málmþráðum og er almennt dýrara en hefðbundið garn. Þegar blandað er saman gervitrefjum og náttúrutrefjum geta eiginleikar beggja notið sín. Aðeins lítið hlutfall af pólýamíd gerir ullargarnið mun slitsterkara og þess vegna er pólýamíd í flestu garni sem hentar í sokka. Ef blandað er litlu hlutfalli af gervitefjum við móhár eða angóru verður auðveldara að prjóna úr garninu og líka mun ódýrara í framleiðslu. Blönduð ull

14 Blönduð ull Helstu eiginleikar gervitrefja eru að þær eru léttar og geta rafmagnast auðveldlega. Flíkur úr pólýakrýl eiga það til að hnökra. Gervitrefjar eru álíka viðkvæmar og ull og þola ekki mikinn hita við þvott og gufustraujun með heitu straujárni. Uppfitjun Mikilvægt er að gera prjónfestuprufu (sjá bls. 20) og skoða hve margar lykkjur þarf að fitja upp. Út frá prufunni er reiknað hversu margar lykkjur eru á hvern sentimetra og fjöldinn margfaldaður miðað við breidd verksins. Allar prjónalykkjurnar eru fitjaðar upp samtímis fyrir mælda breidd. Upphafslykkja 1. Vefjið garnið utan um vísifingur og löngutöng þannig að garnendinn liggi neðst. 2. Stingið vísifingri hinnar handarinnar undir garnið á milli vísifingurs og löngutangar og dragið garnið frá hnotunni í gegn þannig að lykkja myndist. 3. Dragið lykkjuna til og færið yfir á prjóninn.

PRJÓN 15 1. Búið til upphafslykkju. Takið prjóninn í hægri hönd þannig að garnið hangi niður. Setjið vinstri þumal og vísifingur inn á milli hangandi garnenda. Garnið sem kemur frá hnotunni liggur á vísifingri en langi garnendinn á þumli. Lófinn snýr að líkamanum. Langatöng, baugfingur og litli fingur grípa um báða garnenda. 2. Færið prjónenda á hægri hendi niður og undir garnið við þumal. 3. Færið síðan prjónenda upp að garninu sem liggur á vísifingri og krækið í garnið með prjóninum. 4. Dragið lykkjuna í gegn undir garnið við þumal. 5. Sleppið garninu á vinstri þumli með því að beygja hann. Notið síðan þumalinn til að krækja í nýja garnlykkju um leið og hann dregur í nýju prjónalykkjuna á prjóninum. Húsgangsfit Húsgangsfit er einföld og fljótleg aðferð við að fitja upp. Hafa ber í huga hve mikið af garni fer í uppfitjun. Vanalega er reiknað með að garnendinn fyrir utan upphafslykkjuna þurfi að vera þrisvar sinnum breiddin á tilbúna verkinu. Ef garnendinn er of stuttur og dugar ekki til við uppfitjun þarf að byrja aftur að fitja upp. Prjónið í fyrstu prjónaumferðinni verður hæfilega teygjanlegt ef notaður er grófari prjónn (einu til tveimur númerum stærri) í uppfitjunina en prjónarnir sem ætlunin er að nota í sjálft prjónið. Ef fitjað er upp á tvo samliggjandi prjóna er hætta á að garnið renni til á prjónunum og þá verður uppfitjunin ójöfn. Þeir sem prjóna örvhent verða að víxla hægri hendi fyrir þá vinstri í teikningum og það sama á við textaskýringar.

16 Að prjóna Slétt prjónalykkja Brugðin prjónalykkja Stingið prjónendanum á hægri prjóni framan í fremstu lykkjuna á vinstri prjóni, krækið prjónendanum í garnið að ofanverðu og dragið í gegnum lykkjuna. Sleppið prjónuðu lykkjunni (fyrri lykkju) fram af vinstra prjóni. Nýja slétta lykkjan situr nú á hægri prjóninum. 3. Sleppið prjónuðu lykkjunni (fyrri lykkju) fram af vinstra prjóni. Nýja brugðna lykkjan situr nú á hægri prjóninum. 2. Lyftið hægri prjónendanum upp og bregðið um garnið ofan frá og dragið í gegnum lykkjuna að framan. 1. Hafið garnið fyrir framan prjóninn. Stingið hægri prjónendanum inn í fremstu lykkju á vinstri prjóni aftan frá. Haldið á prjónunum eins og myndin sýnir. Látið garnið liggja yfir vinstri vísifingur og undir löngutöng, baugfingur og yfir litla fingur þannig að þessir fingur stjórni spennunni á garninu. Prjónið lykkjurnar frá vinstri prjóni yfir á þann hægri. Fyrir örvhenta er því öfugt farið, frá hægri prjóni yfir á þann vinstri.

PRJÓN 17 Brugðin óprjónuð lykkja Slétt óprjónuð lykkja Prjónað í lykkju í fyrri umferð Útaukning – fjölga lykkjum Útaukning með uppslætti Aukið út með því að slá garni upp á prjóninn. Þegar lykkjan er síðan prjónuð í næstu umferð myndast lítið gat. Teygið á prjónalykkju úr fyrri umferð og færið upp á vinstri prjón og prjónið hana slétt. Prjónið næstu lykkju slétt. Þegar slétt lykkja er tekin óprjónuð á hægri prjón þá er garnið á bakhlið. Þegar brugðin lykkja er tekin óprjónuð á hægri prjón þá er garnið á framhlið.

18 Aðferð 2 Úrtaka – fækka lykkjum Úrtaka er þegar verið er að fækka prjónalykkjum með því að prjóna saman lykkjur. Tvöföld steypiúrtaka Tvöföld steypiúrtaka er meðal annars notuð þegar prjónað er gataprjón. 1. Takið fyrri lykkjuna óprjónaða. 2. Prjónið saman næstu tvær lykkjur í fremri lykkjuboga, slétt. 3. Steypið óprjónuðu lykkjunni yfir þá samprjónuðu. Steypiúrtaka 1. Takið fyrri lykkjuna óprjónaða. 2. Prjónið næstu lykkju slétt. 3. Steypið óprjónuðu lykkjunni yfir þá prjónuðu. Úrtakan vísar til vinstri séð frá framhlið prjónsins. Prjónið saman tvær sléttar lykkjur. Úrtakan vísar til hægri séð frá framhlið prjónsins. Einnig er hægt að prjóna saman tvær brugðnar lykkjur frá röngu. Lykkjur prjónaðar saman Prjónið saman tvær sléttar lykkjur í aftari lykkjuboga. Úrtakan vísar til vinstri séð frá framhlið prjónsins. Aðferð 1

PRJÓN 19 Affelling Að fella af merkir að ljúka við prjónið. Algengast er að fella af í einni umferð. Þegar fellt er af þykir hentugast að nota prjóna sem eru einu númeri stærri en prjónað var með eða fella af nógu laust þannig að brúnin herpist ekki saman. Slétt prjón 1. Prjónið tvær lykkjur. 2. Steypið fyrri lykkjunni yfir þá seinni. 3. Haldið þannig áfram út umferðina; prjóna næstu og steypa þeirri sem fyrir er á prjóninum yfir þá nýju. 4. Þegar aðeins ein lykkja er eftir er klippt á garnið og garnendinn dreginn í gegnum lykkjuna þannig að hún lokast. Lykkjufall Auðvelt er að laga lykkju sem fallið hefur niður með heklunál. Sléttu lykkjuna þarf að hekla upp eftir þverböndunum sem mynduðust í hverri umferð. Ef lykkjan er brugðin er auðveldara að laga lykkjuna frá hinni hliðinni og hekla hana upp eins og hún væri slétt. Stuðlaprjón (stroff) Prjónið slétta lykkju þegar felld er af slétt lykkja og brugðna lykkju þegar felld er af brugðin lykkja í stuðlaprjóni.

20 Að skipuleggja prjónavinnu Teiknið fyrst mynd af verkinu sem á að prjóna. Teiknið skýringarmynd með prjónatáknum ef ætlunin er að prjóna útprjón. Ef ætlunin er að prjóna munsturprjón með tveimur eða fleiri litum er munstrið teiknað fyrst á rúðublað. Hentugt er að endurtaka munstrið nokkrum sinnum á blaðið til að sjá betur heildarútkomuna. Að reikna út þéttleika og lykkjufjölda með prjónfestuprufu Fitjaðu upp 20 lykkjur. Prufan er prjónuð úr sama garni og með sömu aðferð og munstri og ætlunin er að prjóna. Ef prufan er prjónuð fast eru notaðir grófari prjónar. Ef prufan er laust prjónuð eru notaðir fínni prjónar. Prufan þarf að vera að minnsta kosti 7–8 cm á lengd. 1. Sléttið úr prjónfestuprufunni á undirlag og festið niður hornin með títuprjónum. 2. Klippið rammaop í stífan pappír eða karton sem er 5 x 5 cm. 3. Leggið rammaopið ofan á prufuna þannig að opið liggi meðfram láréttri og lóðréttri lykkjuröð. 5 cm = ____ l 5 cm = _____ umferðir 5 cm fjöldi prjónalykkja 5 cm = ________ l 10 cm = ________ l 1 cm = ________ l 4. Reiknið fjölda umferða á 5 cm. Athugið að breiddin á prjónalykkjunni er aðeins meiri en lengdin á henni. Þannig reiknast fleiri lykkjur en umferðir. 5. Ef þú margfaldar lykkjufjöldann með tveimur þá kemur í ljós hve margar þær eru á hverja 10 cm. 6. Ef þú deilir fjöldanum með 10 kemur í ljós hve margar lykkjur eru á hvern 1 cm. 7. Ef lykkjufjöldi er margfaldaður út frá breidd eða umfangi prjónverksins í sentimetrum kemur í ljós hve margar lykkjur þarf að fitja upp fyrir prjónverkið.

PRJÓN 21 MOSA Mjúkull gusta.is Litur/Shade Framl.nr. / Lot Allar gústu uppskriftir að finna á gusta.is Free gusta patterns available on gustaknitting.com 100% Natural Fibers Framleiðandi/Producer: Gústa ehf. Hörpugötu 8, 101 Reykjavík Iceland MOSA Mjúkull 66% alpaca 34% Icelandic wool gusta.is Einstök blanda af íslenskri ull og alpakka ull frá Perú. Hentar best í peysur, vettlinga, trefla og aðra handavinnu. A unique blend of Icelandic wool and Peruvian alpaca. Suitable for hand knitting garments and accessories. Made in Iceland Íslensk framleiðsla Weight/Þyngd ca. 50 g, 1,75 oz/Length/Lengd ca. 78 m, 85 yd 4.5-5 10 15 gusta.is Nettóþyngd við staðalaðstæður/Net weight at standard conditions: MOSA-midi50gtp.indd 1 9/24/15 4:17 PM 8. Athugið ætíð hvort málin séu þau sömu ef notaðar eru tilbúnar prjónauppskriftir. 9. Prjónið prjónfestuprufu með því garni sem ætlunin er að nota í prjónverkið. 10. Út frá prufunni er hægt að reikna fjölda prjónalykkja sem þarf í prjónverkið. 11. Berið saman fjölda lykkja í prjónfestuprufu við fjölda lykkja sem gefinn er upp í uppskrift og gerið breytingar á uppskrift ef þörf er á. 12. Handbragð við prjónavinnu er mjög einstaklingsbundið. Hafa ber í huga að lykkjufjöldi í uppskriftum eru leiðbeinandi upplýsingar. Vörumiði á garni Með vörumiðanum á garnhnotum veitir garnframleiðandi upplýsingar til viðskiptavina. Á miðanum koma fram allar upplýsingar um garnið: – garnheiti – framleiðandi og framleiðsluland – hráefni – þyngd í grömmum og lengd í metrum – litanúmer og litalotunúmer – prjónfesta, þ.e. lykkjufjöldi og umferðafjöldi á hverja 10 x 10 cm – mælt með stærðum á prjónum og heklunál – eftirmeðhöndlun Geymið vörumiða þar til prjónverki er lokið. Ef garnið klárast í miðju prjónverki er auðvelt að kaupa viðbótargarn með upplýsingum á vörumiða. Í munsturprjóni má vera örlítill litamunur en í stærri einlitum prjónverkum þarf að komast hjá því að nota garn frá mismunandi litaböðum. Fylgið leiðbeiningum um þvott og hreinsun.

22 Aðferð 1: Prjónið saman slétt tvær lykkjur í aftari lykkjubogana. Aðferð 2: Takið fyrstu lykkjuna óprjónaða og prjónið næstu lykkju og steypið óprjónuðu lykkjunni yfir þá prjónuðu. Tvöföld steypiúrtaka Takið fyrstu lykkjuna óprjónaða, prjónið saman næstu tvær lykkjur og steypið óprjónuðu lykkjunni yfir þá samprjónuðu. * * l Lykkja umf Umferð Steypiúrtaka Slétt lykkja sl Úrtaka eða samprjónað. Prjónið saman tvær brugðnar lykkjur. Brugðin lykkja br Útaukning eða uppsláttur. Aukið út með því að slá garnið upp á prjóninn. Þannig verður til ein lykkja til viðbótar í prjóninu. Úrtaka eða samprjónað. Prjónið saman tvær sléttar lykkjur í fremri lykkjuboga. Tákn og skammstafanir Eftir að búið er að tileinka sér prjónatáknin er mögulegt að prjóna erfið útprjónamunstur. Munið að framhliðin á prjóninu lítur ekki út í samræmi við táknin á skýringarmyndinni. Ef útprjónið er prjónað fram og til baka þarf að huga að því að ef lykkjan er táknuð sem slétt þá skal hún prjónuð brugðin á röngunni. Útaukning. Aðferð 1: Prjónið í sömu lykkju tvisvar sinnum, fyrst í fremri og síðan í aftari lykkjuboga. Aðferð 2: Prjónið í fremri eða aftari lykkjuboga í lykkju fyrri umferðar. Takið óprjónaða lykkju sem slétta. Garnið er á bakhlið prjónaverks. Takið óprjónaða lykkju sem brugðna. Garnið er á framhlið prjónaverks. Tilfærsla á prjónalykkjum – flotlykkjur. Lykkjurnar sem eru teiknaðar með pílum eru efstar ofan á framhlið prjónverks. Notið hjálparprjón ef færa eða flytja á margar lykkjur. Endurtakið leiðbeiningar á milli merkjanna.

PRJÓN 23 Útprjón og skýringarmyndir Munstureining Munsturhluti sem er endurtekinn í útprjóni kallast munstureining. Þegar munstureiningin er endurtekin myndast heildarmunstrið. Í munstrinu hér fyrir neðan er munstureiningin merkt með rauðu. Hver lykkja í munstureiningunni er teiknuð með ákveðnu tákni. Reikna þarf hve margar munstureiningar eru innifaldar í einu prjónverki. Ef lykkjufjöldinn gengur ekki upp þarf að fjölga eða fækka lykkjum. Fyrir þá sem eru rétthentir er skýringarmyndin lesin frá neðra hægra horni og þaðan í vinstri átt. Fyrir þá sem eru örvhentir er skýringarmyndin lesin frá neðra vinstra horni og þaðan í hægri átt. Garðaprjón Prjónið allar umferðir slétt fram og til baka. Einkennandi fyrir garðaprjón er að það tekur lengri tíma að prjóna á hæðina og að prjónið verður mjög teygjanlegt.

24 Sléttprjón, framhlið Sléttprjón, bakhlið Á bakhliðinni er eins og efri hlutar lykkjanna séu kræktir saman og í fjarlægð mynda þær láréttar bylgjandi línur. Prjónið slétt í annarri hverri umferð og brugðið í hinni umferðinni. Framhlið prjónsins verður þá sléttprjónuð. Lykkjurnar mynda lóðréttar keðjur.

PRJÓN 25 Stuðlaprjón (stroff) 2 sl, 2 br Þegar prjónað er áfram er slétta lykkjan prjónuð slétt og sú brugðna prjónuð brugðin. Ef prjónað er fram og til baka er því öfugt farið. Prjónið aðra hverja lykkju slétt og hina brugðna. Skipuleggið vinnuna þannig að hægt sé að deila í lykkjufjöldann með tveimur og að síðasta lykkjan í umferðinni sé brugðin. Prjónið sitt og hvað tvær lykkjur sléttar og tvær brugðnar. Þegar prjónað er stroff með tveimur sléttum og tveimur brugðnum þarf að vera hægt að deila í lykkjufjöldann með fjórum. Ef prjónað er í hring með sokkaprjónum hentar betur að byrja hvern prjón á sléttum lykkjum og enda á tveimur síðustu með brugðnum. Þannig kemur líka fljótlega í ljós ef villa er á útreikningi í prjóninu. Stuðlaprjón (stroff) 1 sl, 1 br

26 Körfuprjón Gataprjón myndast með úrtökum og útaukningum í prjóninu. Garninu er slegið upp á hægri prjón til að auka út og mynda gat. Til að jafna síðan út 1:umf 3:umf 5:umf 7:umf lykkjufjöldann eru gerðar úrtökur við hverja útaukningu. Prjónið sitt og hvað fjórar lykkjur sléttar og fjórar brugðnar. Þegar prjónað er áfram er slétta lykkjan prjónuð slétt og sú brugðna prjónuð brugðin. Ef prjónað er fram og til baka er því öfugt farið. Eftir fjórar umferðir er víxlað fyrir næstu fjórar umferðir. Perluprjón og til baka er því öfugt farið, þ.e. eins og fyrri umferðin. Prjónið aðra hverja lykkju slétt og hina brugðna. Í næstu umferð er slétta lykkjan prjónuð brugðin og sú brugðna prjónuð slétt. Ef prjónað er fram Gataprjón

PRJÓN 27 Kaðlar Kaðall er vel sýnilegur ef prjónalykkjurnar næst honum eru brugðnar. Prjónið þess vegna eina eða fleiri brugðnar lykkjur til beggja hliða við kaðalinn. Lykkjurnar í kaðlasnúningnum er auðvelt að flytja til með kaðlaprjóni (hjálparprjóni). Prjónið samkvæmt skýringarmynd tvær brugðnar lykkjur, síðan sex sléttar lykkjur, í sex umferðum. Byrjið síðan kaðlasnúninginn: Prjónið tvær brugðnar lykkjur, flytjið næstu þrjár yfir á Mjór kaðall Prjónið tvær sléttar og tvær brugðnar lykkjur. Í fjórðu hverri umferð er búinn til kaðall: Fyrst er prjónuð slétt lykkja í sléttu lykkju númer tvö og síðan í sléttu lykkju númer eitt. Sléttu lykkjurnar sem fara í kross mynda síðan mjóan kaðal. Kaðall kaðlaprjón, prjónið þrjár sléttar lykkjur, prjónið síðan lykkjurnar á hjálparprjóninum sléttar. Á þennan hátt myndast kaðall. Prjónið nokkrar umferðir á milli kaðlaumferða.

28 Munsturprjón með fleiri litum Munsturprjón (tvíbandaprjón) með tveimur eða fleiri litum af samskonar garni er oftast sléttprjónað. Prjónað er á víxl með fleiri litum samkvæmt rúðumunstri. Löng tengibönd á milli munstureininga á bakhliðinni gera það að verkum að prjónið fer að herpast saman. Ef tengibandið í munstrinu þarf að fara yfir fleiri en fimm lykkjur er betra að bregða því á miðri leið um garnið sem prjónað er með um leið og það er gert. Hentugra er að prjóna munsturprjón á hringprjóna vegna þess að auðveldara er að fylgja eftir munstrinu eingöngu frá framhlið. Skipulag fyrir munsturprjón í fleiri litum 1. Skipuleggið munsturprjónið á rúðupappír þar sem hver rúða samsvarar einni lykkju. 2. Hentugast er að prjóna aðeins með tveimur litum í sömu umferð (tvíbandaprjón). 3. Reiknið saman munstureiningarnar. Ef samanlagðar munstureiningar ganga ekki upp í lykkjufjöldann er lykkjum fækkað eða fjölgað eftir þörfum. 4. Ef prjónuð eru mismunandi munstur í sama prjónverki verða munstureiningar í hverju munstri að ganga upp í lykkjufjöldann í prjóninu. 5. Ef prjónaðar eru einlitar umferðir á milli munsturhlutanna getur prjónið dregist eilítið saman. Prjónaprufa fyrir munsturprjón Prjónið prufuna með tveimur sokkaprjónum. 1. Prjónið allar umferðir frá hægri til vinstri (frá réttu) og fylgið rúðumunstrinu. Fyrir örvhenta eru umferðirnar prjónaðar frá vinstri til hægri. Sleppið því að prjóna brugðnar umferðir. 2. Klippið á garnið í lok umferðar. 3. Byrjið á nýrri umferð og prjónið samkvæmt rúðumunstri. Haldið áfram þar til prufan er hæfilega stór.

PRJÓN 29 Myndprjón Þegar munsturprjón er skipulagt með nokkrum litum er vert að huga að eftirfarandi: Munsturbekkir eru prjónaðir með tvíbandaprjóni. Stór stök munstur eða óreglubundin eru prjónuð með myndprjóni og hver litur undinn upp í lítinn hnykil eða búin til hönk. Við litaskipti er garninu í hvorum lit krækt saman. Hentugast er að prjóna myndprjónið fram og til baka. Munstur með prjónasporum Einstaka munstur sem ekki eru endurtekin með jöfnu millibili eru saumuð út með prjónasporum á sléttprjónaða framhlið. Til þess að sporin nái að þekja sem mest á ekki að draga of fast í útsaumsgarnið. Saumað er út með grófri og oddlausri nál og garni af sömu tegund og grófleika og prjónagarnið. Einnig er mögulegt að sauma með fleiri þráðum í einu til að ná fram sama grófleika. Prjónaspor henta ekki ef prjónað hefur verið úr mjög grófu garni, því þá verður prjónflöturinn of þykkur og útkoman getur orðið ólöguleg. Ef útsaumur er lóðréttur er saumað neðan frá og upp. Einnig er hægt að líkja eftir sléttum lykkjum með því að hekla keðjulykkjur í gegnum prjónuðu lykkjurnar. Lykkjum í sömu umferð er fylgt eftir ef saumað er út lárétt. Frágangur á handvegi á hringprjónaðri peysu Ef peysa er prjónuð eingöngu í hring upp að öxlum er gengið frá handvegum á eftirfarandi hátt: 1. Merkið fyrir handvegi meðfram einni lóðréttri lykkjuröð með þræðisporum. 2. Saumið tvisvar sinnum með þriggjaspora víxlsaumi (sikk-sakk) sinn hvorum megin við þræðingu. 3. Klippið handveginn varlega eftir þræðisporinu.

30 Frágangur á prjónverki Að gufupressa prjón Leggið prjónastykkið á straubretti, færið straujárnið rólega yfir og rétt fyrir ofan þannig að gufan leiki um stykkið. Þrýstið ekki straujárninu niður, annars verður prjónið flatt og loftlaust. Mikilvægt er að fara eftir leiðbeiningum á vörumiðanum á garninu um hvaða hita og gufu garnið þolir. Hæfilegur hiti fyrir ullarafurðir er 150°C en gervitrefjar þola eingöngu 110 °C. Munið að nota rakt pressustykki við gufupressun á prjóni. Að strekkja prjónverk Í stað þess að gufupressa prjónverk er hægt að forma og slétta úr prjónastykkjum á sléttu undirlagi sem hægt er að stinga títuprjónum í. 1. Spennið prjónastykki á undirlagið í það form sem óskað er og festið niður með títuprjónum. Ef prjónið er mjög ójafnt er mögulegt að dýfa því fyrst í volgt vatn með mýkingarefni og kreista vatnið úr (ekki vinda) áður en það er spennt á undirlagið. 2. Leggið rakt pressustykki yfir. 3. Leggið nokkur notuð dagblöð ofan á til að þyngja og þrýsta niður auk þess sem þau draga til sín raka. 4. Þegar pressustykkið er þornað eru prjónastykkin líka þornuð og slétt.

PRJÓN 31 Saumar á prjónastykkjum Í byrjun á prjónverki þarf að ákveða hve margir saumar eiga að vera og hvað gera þurfi ráð fyrir mörgum lykkjum í saumför. Venjulega nægir að gera ráð fyrir einni eða tveimur lykkjum í saumför. Almennt er reynt að hafa eins fáa sauma og hægt er. Saumurinn er minnst áberandi ef saumað er með sama garni og er í prjóninu. Ef garnið er gróft er valið garn sem er fínna en í sama lit. Auðveldara er að sauma saman ef prjónastykkin eru næld saman með öryggisnælum. Þræðispor 1. Saumið með grófri oddlausri nál. 2. Skiljið eftir a.m.k. eina lykkjuröð fyrir saumför. 3. Fylgið alltaf sömu lykkjuröð. 4. Þræðið sporin á milli brúna með jöfnu millibili. 5. Herðið á garninu þannig að brúnir leggist saman en þó ekki þannig að saumurinn herpist saman. Saumurinn er því sem næst ósýnilegur. Heklaður saumur 1. Heklið saman brúnir frá röngu. 2. Saumurinn gefur lítið eftir og hentar sérstaklega fyrir axlasauma. Afturstingur 1. Saumið prjónastykki saman með aftursting frá röngu. 2. Afturstingur hentar vel fyrir sveigða sauma, t.d. þegar ermar eru saumaðar í handvegi.

32 Faldar og prjónaðir kantar Fallegur frágangur á faldi næst ef prjónuð er ein brugðin umferð í brotalínu faldsins eða gatasnar. Ef prjónað er gatasnar myndast takkaröð meðfram faldbrún. Prjónaður faldur gefur góðan stuðning og flíkinni fallegra útlit. Á sléttprjónastykki, sem á það til að rúllast upp, er auðveldast að byrja og enda á stuðlaprjóni eða garðaprjóni. Einfaldur faldur Faldur með takkaröð 1. Prjónið faldinn með sléttprjóni. Notið fínni prjóna. 2. Skiptið um prjóna og prjónið eina umferð með takkaröð; þannig að sitt og hvað bregða garni um prjóninn (útaukning) og sitt og hvað prjóna saman tvær lykkjur (úrtaka). 3. Prjónið sléttprjón. 4. Brjótið faldinn að röngu og saumið niður með varpsporum án þess að herpa mikið á saumnum. 1. Prjónið faldinn með sléttprjóni. Notið fínni prjóna eða hálfu númeri minna. 2. Skiptið um prjóna og prjónið eina brugðna umferð í brotalínuna. 3. Prjónið sléttprjón. 4. Brjótið faldinn að röngu og saumið niður án þess að herpa mikið á saumnum.

PRJÓN 33 Stroffkantur Stuðlaprjón dregst eilítið saman á breiddina og því hentugt sem stroff á ermum, sokkum og vettlingum. Stuðlaprjón er notað til að ganga frá hálsmáli á peysum með stroffi. Hentugt er að prjóna stroffið með prjónum sem eru einu númeri minni en prjónað er með, þannig verður stroffið þéttara og teygjanlegra. Garðaprjónskantur Garðaprjónaðir kantar henta vel í heilar og hnepptar peysur og fyrir stroff á vettlingum. 1. Hentugt er að taka upp lykkjur með heklunál, t.d. meðfram hálsmáli. 2. Takið upp lykkjurnar þannig að þær myndi samfellda bogalínu. 3. Ef lykkjufjöldi verður of mikill er lykkjum fækkað í fyrstu umferð með úrtökum sem dreift er hringinn. 4. Takið ekki úr fyrir miðju hálsmáli að framan. 1. Takið upp lykkjur meðfram sömu lykkjuröð. 2. Langar brúnir eiga það til að herpast. Til að koma í veg fyrir það er fjórðu hverri lykkju sleppt þegar lykkjur eru teknar upp. Að taka upp lykkjur

34 Að ganga frá hringprjóni Á þeim stað sem skipting er á milli umferða, milli fyrstu og síðustu lykkju í hringprjóni, myndast millibil. Bilið er saumað saman með stoppunál og garni. 1. Þræðið garnenda undir báða lykkjuboga á fyrstu lykkju. 2. Þræðið til baka niður í síðustu lykkjuna og herðið að þannig að bilið hverfi. 3. Gangið frá garnenda á röngunni. Að ganga frá oddaúrtökum 1. Endið úrtöku þegar aðeins tvær prjónalykkjur eru eftir á hverjum prjóni. 2. Klippið garnið og þræðið garnendann í gegnum lykkjurnar með stoppunál eða takið tvær lykkjur saman og dragið garnið í gegnum þær þar til dregið hefur verið í gegnum allar lykkjurnar. 3. Herðið að með garnendanum og þræðið yfir á röngu með nál. 4. Gangið frá enda á röngunni með því að þræða hann í spíral milli lykkjuboga. Að ganga frá garnendum Aldrei er gengið frá garnendum með því að hnýta þá saman vegna þess að prjónið er teygjanlegt og hnútar rakna auðveldlega upp. 1. Gangið frá garnenda á röngunni eins langt og lengd nálar nær. 2. Í stuðlaprjóni er garnið fest í lóðrétta átt í efri og neðri hluta lykkja. Gangið frá garnendum í sitthvora áttina.

PRJÓN 35 Ráð við umhirðu á prjónafatnaði Umhirða á fatnaði úr ull- eða gervigarni – Hægt er að fríska upp á ullarfatnað með því að viðra flíkurnar úti. – Þvoið flíkur aðeins ef þær eru óhreinar. – Þvoið ullarflíkur með þvottaefni fyrir viðkæman þvott eða ullarþvott. Við handþvott er notuð sérstök ullarsápa. – Notið stórt fat með nægu vatni ef þvo á ullarflík í höndum. Nuddið ekki flíkina heldur kreistið varlega. – Ef garnið þolir vélþvott, er notuð sérstök stilling fyrir ullarþvott. – Hafið ætíð í huga þvottahitastigið: ullar- og gerviefni þola 30 °C, vélþolin ull 30 °C eða 40 °C. – Mýkingarefni gerir flíkina mjúka og minnkar rafmögnun hjá gerviefnum. – Vindið aldrei prjónaða flík, kreistið vatnið varlega úr, t.d. með því að rúlla henni upp með handklæði sem dregur í sig mestu vætuna. – Ef sérstök stilling er fyrir vindingu á þvottavél, ætti að velja sem stystan tíma. Einnig er hægt að vélvinda handþvegnar flíkur. – Leggið flíkina til þerris og í rétt form og rétta stærð á sléttan flöt, t.d. á handklæði. – Flíkur úr ull eða gervitrefjum eru aldrei þurrkaðar í þurrkara. – Ef með þarf, er hægt að gufustrauja ullarflíkur varlega með röku pressustykki. Varast ber að hafa hitann of hátt stilltan. Umhirða á fatnaði úr bómullargarni – Flíkur úr bómullargarni geta verið þungar. Geymið flíkurnar saman brotnar. – Viðrið þær af og til útivið, það lengir líftíma þeirra. – Notið þvottaefni fyrir viðkvæman eða litaðan þvott og ekki of mikið þvottaefni. – Prjónaðar flíkur úr bómull þola þvott við 40 °C eða 60 °C og vindingu. – Hengið ekki upp blautar flíkur – það teygir á þeim. – Leggið flíkina til þerris og í rétt form á sléttan flöt, t.d. á handklæði. – Flestar bómullarflíkur er hægt að þurrka í þurrkara. Athugið fyrst upplýsingar á vörumiðanum á garninu eða á flíkinni. – Þegar flíkin er þurr er hægt að gufustrauja hana varlega með röku pressustykki. Ekki pressa flíkina.

36 Vettlingar Vettlingar eru hringprjónaðir. Notaðir eru fimm sokkaprjónar: fjórir prjónar sem halda uppi prjóninu og fimmti er notaður til að prjóna með. Veljið sterkt ullargarn eða garnblöndu. Að skipuleggja vettlingaprjón Mögulegt er að hafa mismunandi form og útlit; beinn vettlingur án stroffs, með stroffi eða með háum kanti. Útlitið ræðst einnig af því hvaða úrtaka er valin á vettlingatotuna. Bandúrtaka og stjörnuúrtaka mynda rúnnað form á totuna. Fjórföld úrtaka myndar pýramída lagað form. með háum kanti með stroffi með kanti með kanti efri hluti vettlings neðri hluti vettlings tota stroff (brugðingur) fjórföld úrtaka (tekið úr á fjórum stöðum) stjörnuúrtaka (tekið úr á átta stöðum) bandúrtaka (tekið úr á tveimur stöðum) þumall Vettlingahlutar

PRJÓN 37 Vettlingastærð Ummálsmæling fyrir vettling: 1. Mælið ummál handar fyrir ofan þumal. Ekki þarf að gera ráð fyrir aukavídd vegna þess að prjónið gefur vel eftir. 2. Gerið prjónfestuprufu (20 lykkjur) og reiknið lykkjufjölda á 5 cm bili. 3. Margfaldið lykkjufjölda miðað við ummál vettlings. 4. Lykkjufjöldi á vettlingi = ummál handar x lykkjufjöldi á hvern sentimetra. Ef ætlunin er að prjóna vettlingana með munstri verður að samræma lykkjufjölda í munstri með lykkjufjölda vettlings. Ef fjórar lykkjur eru í hverri munstureiningu þarf að vera hægt að deila lykkjufjölda vettlings með fjórum. Ef nauðsyn þykir er lykkjum fjölgað. Ef um byrjanda í prjóni er að ræða er betra að prjóna munstur með færri lykkjum í munstureiningu. Stroff og neðri hluti vettlings Byrjið að prjóna stroffið á vettlingnum. Prjónið fyrst nokkrar umferðir og deilið síðan lykkjum jafnt á fjóra prjóna. Prjónið stroffið og neðri hluta vettlings að þumli. Munsturprjón hentar helst á neðri eða efri hluta á lófastykki eða á handarbak. Mátið vettlinginn öðru hverju þannig að lengdin verði passleg. Útreikningur á lykkjufjölda Dæmi: 1. Ummál handar = 14 cm 2. 5 cm = 8 L 10 cm = 16 L 1 cm = 1,6 L 3. 14 x 1,6 L = 22,4 L 4. Jafnið út lykkjufjölda í slétta tölu = 24 L

38 hjálpargarn fyrir þumalinn Þumall Staðsetning á þumli Athugið að þumallinn sé ekki staðsettur fyrir miðju á vettlingi. Þumall á vinstri vettlingi er prjónaður í lokin á prjóni tvö og þumall á hægri vettlingi í byrjun á prjóni þrjú. Röðin á prjónunum eru reiknuð út frá garnenda við upphaf fitjunar. 4 3 1 4 2 Hægri Vinstri 3 1 2 Hjálpargarn fyrir þumalinn Heildarlykkjufjöldi fyrir þumal er um 1 1/2 sinnum fjöldi lykkja á einum vettlingaprjóni. Ef einn prjónn er með t.d. 8 lykkjum, er heildar lykkjufjöldi fyrir þumal 12 lykkjur. Helmingur þeirra, 6 lykkjur eru við þumalop prjónaðar með hjálpargarni í öðrum lit. Hjálpargarnið er rakið upp síðar.

PRJÓN 39 Að prjóna þumal 1. Rekið varlega upp hjálpargarnið. Í neðri hluta opsins eru jafnmargar lykkjur og prjónaðar voru með hjálpargarni. Í efri hluta opsins er einni færri. 2. Takið upp lykkjurnar báðum megin. Athugið að lykkjurnar snúi rétt. 3. Takið upp 2–3 lykkjur í hliðum opsins. 4. Takið úr sömu aukalykkjur í næstu umferð. Úrtakan myndar litla fleyga í hliðum opsins. 5. Takið úr þar til lykkjufjöldi á þumli er samkvæmt áætlun. 6. Skiptið lykkjum jafnt niður á þrjá prjóna. 7. Byrjið úrtöku þegar þumall nær hálfri þumalnögl. Prjónið saman fyrstu tvær lykkjur á hverjum prjóni þar til tvær lykkjur eru eftir á hverjum. Klippið garnenda og þræðið í gegnum lykkjurnar með stoppunál. 8. Gangið frá garnendum á röngu. 1. Vinstri vettlingur Flytjið þær lykkjur sem ekki á að prjóna með hjálpargarni frá prjóni tvö yfir á lausa prjóninn. Prjónið síðan þær lykkjur sem eru fráteknar fyrir þumalopið með hjálpargarninu. Haldið síðan áfram að prjóna með vettlingagarninu. 2. Hægri vettlingur Þegar komið er að því að prjóna þriðja prjóninn eru fyrstu lykkjurnar prjónaðar með hjálpargarninu á lausa prjóninn. Restin af lykkjunum á þriðja prjóni eru síðan fluttar yfir á sama prjón. Haldið síðan áfram að prjóna með vettlingagarninu. Þegar komið er að úrtöku á vettlingi er hann mátaður á eftirfarandi hátt: Stingið lausa prjóninum gegnum vettlinginn báðum megin við hjálpargarnið á þumlinum. Farið í vettlinginn þannig að prjónninn við þumal hafni milli þumals og vísifingurs. Byrjið úrtökuna þegar baugfingur sést ekki lengur við mátun. Prjónalykkjur fyrir þumalinn með hjálpargarni Dæmi: 1. Lykkjufjöldi á einum prjóni = 8 L 2. 1,5 × 8 L = 12 L = heildarlykkjufjöldi fyrir þumal 3. 12 L : 2 = 6 L = prjónast með hjálpargarni 4. Prjónið 6 L með garnspotta í öðrum lit.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=