Handbók í textíl

PRJÓN 31 Saumar á prjónastykkjum Í byrjun á prjónverki þarf að ákveða hve margir saumar eiga að vera og hvað gera þurfi ráð fyrir mörgum lykkjum í saumför. Venjulega nægir að gera ráð fyrir einni eða tveimur lykkjum í saumför. Almennt er reynt að hafa eins fáa sauma og hægt er. Saumurinn er minnst áberandi ef saumað er með sama garni og er í prjóninu. Ef garnið er gróft er valið garn sem er fínna en í sama lit. Auðveldara er að sauma saman ef prjónastykkin eru næld saman með öryggisnælum. Þræðispor 1. Saumið með grófri oddlausri nál. 2. Skiljið eftir a.m.k. eina lykkjuröð fyrir saumför. 3. Fylgið alltaf sömu lykkjuröð. 4. Þræðið sporin á milli brúna með jöfnu millibili. 5. Herðið á garninu þannig að brúnir leggist saman en þó ekki þannig að saumurinn herpist saman. Saumurinn er því sem næst ósýnilegur. Heklaður saumur 1. Heklið saman brúnir frá röngu. 2. Saumurinn gefur lítið eftir og hentar sérstaklega fyrir axlasauma. Afturstingur 1. Saumið prjónastykki saman með aftursting frá röngu. 2. Afturstingur hentar vel fyrir sveigða sauma, t.d. þegar ermar eru saumaðar í handvegi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=