Handbók í textíl

102 Reynið að koma í veg fyrir að skeyta þurfi saman ívafinu. Ef ekki er komið í veg fyrir það verður að skilja þráðinn eftir vinstra megin. Þræðið nýja bandið nokkrum sinnum inn í vefinn eins og teikningin sýnir. 7. Þræðið nálina frá hægri til vinstri yfir uppistöðuþræðina og inn í allar perlurnar. Fyrsta umferðin er nú tilbúin. Haldið áfram á sama hátt þar til lokið er við allar umferðirnar. 8. Hnýtið ívafsbandið fast með hnút við fyrsta (ysta) uppistöðuþráðinn. Klippið á uppistöðuþræðina fyrir miðju á bakhlið, í sömu hæð og límbandið. Losið vefnaðinn frá kartoninu. 9. Hnýtið saman þræðina tvo og tvo í einu með nokkrum hnútum. Fléttið böndin og endið með hnút. Hentugt er að líma þræðina, á meðan fléttað er, öðrum megin niður, t.d. með límbandi á borð. Armbandið er síðan hnýtt utan um úlnliðinn. 6. Þræðið á nálina allar perlurnar sem tilheyra fyrstu röðinni í munstrinu. Færið nálina frá vinstri hlið undir uppistöðuþræðina. Staðsetjið hverja perlu milli tveggja uppistöðuþráða og dragið í þráðinn en hafið ekki of strekkt.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=