Handbók í textíl

142 RA RA RA Víxlsaumið saman saumför. Saumið meðfram efnisköntum þannig að saumavélanálin nái rétt út fyrir í víxlsaum. Fallegur frágangur næst með lokusaumi (overlocksaumi) . Látið saumavélina (með lokusaumi) skera aðeins af saumförum um leið og saumað er. Að lokum er hægt að stinga (sauma) sauminn niður frá réttu. Stingið niður með beinsaum fótbreidd frá fyrri saum. Stungan virkar sem skreyting og styrkir sauminn. Frágangur á saumförum Ef flíkin á að þola notkun og þvott er mikilvægt að ganga frá saumförum og er það gert á mismunandi hátt. RÉ Í þunn og mjúk efni er hentugra að nota þriggjaspora víxlsaum. Athugið hvaða sporlengd og breidd hentar fyrir efnið.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=