Handbók í textíl

8 Prjón Þegar prjónað er með garni og tveimur prjónum myndast lykkjur sem krækjast hver í aðra. Hver lykkja er nefnd prjónalykkja og aðferðin nefnist prjón. Prjónaðar flíkur eru yfirleitt teygjanlegar. Flatprjón og hringprjón Flatprjón Flík sem prjónuð er með hringprjónum er til dæmis ekki með saumum í hliðum. Þegar prjónað er í hring er annaðhvort prjónað með hringprjóni eða sokkaprjónum (4–5 prjónum). Þannig er ekki prjónað fram og til baka heldur eru umferðirnar prjónaðar í spíral. Í hringprjóni byrjar umferðin við garnendann þar sem uppfitjun byrjaði. Hentugra er að prjóna munstur með nokkrum litum með hringprjóni þar sem auðveldara er að fylgjast með myndun munstursins þegar réttan á prjóninu snýr fram. Þegar umferðir eru prjónaðar fram og til baka verður útkoman flatprjón. Öll prjónamunstur er hægt að prjóna fram og til baka en ef prjónað er með mörgum litum (tvíbandaprjón) er hentugra að prjóna í hring. Hringprjón

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=