Handbók í textíl

16 Að prjóna Slétt prjónalykkja Brugðin prjónalykkja Stingið prjónendanum á hægri prjóni framan í fremstu lykkjuna á vinstri prjóni, krækið prjónendanum í garnið að ofanverðu og dragið í gegnum lykkjuna. Sleppið prjónuðu lykkjunni (fyrri lykkju) fram af vinstra prjóni. Nýja slétta lykkjan situr nú á hægri prjóninum. 3. Sleppið prjónuðu lykkjunni (fyrri lykkju) fram af vinstra prjóni. Nýja brugðna lykkjan situr nú á hægri prjóninum. 2. Lyftið hægri prjónendanum upp og bregðið um garnið ofan frá og dragið í gegnum lykkjuna að framan. 1. Hafið garnið fyrir framan prjóninn. Stingið hægri prjónendanum inn í fremstu lykkju á vinstri prjóni aftan frá. Haldið á prjónunum eins og myndin sýnir. Látið garnið liggja yfir vinstri vísifingur og undir löngutöng, baugfingur og yfir litla fingur þannig að þessir fingur stjórni spennunni á garninu. Prjónið lykkjurnar frá vinstri prjóni yfir á þann hægri. Fyrir örvhenta er því öfugt farið, frá hægri prjóni yfir á þann vinstri.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=