Handbók í textíl

103 ÝMSAR TEXTÍLAÐFERÐIR Efni og áhöld – Snæri, snúðhart bómullar-, hör- eða gervigarn sem hentar til hnýtinga – undirlag sem hægt er að festa títuprjóna í (kork eða einangrunarplast) – títuprjónar Hnýting – Makramé Böndin eru fest í lyklahring með upphafshnútum. Sléttur hnútur – rifhnútur 1. Festið upphafsböndin (= tvö miðbönd bundin í hnút) og tvö hnútabönd á undirlagið. 2. Færið vinstra hnútaband yfir uppistöðubönd og undir hægra hnútaband. 3. Þræðið hægra hnútaband samkvæmt teikningu. Ef endurtekin eru atriði 2 og 3 fara hnútarnir í spíral kringum uppistöðuböndin. Ef ná á fram beinni sléttri hnýtingu er víxlað sitt og hvað í punki 2, vinstra hnútaband og hægra hnútaband yfir uppistöðuböndin. Tvöfaldur hálfur hnútur 1. Hnýtið saman miðbandið (uppistöðuband) og hnútabandið og festið við undirlagið. Hnýtið tvo hálfhnúta og dragið í og myndið hnút.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=