Handbók í textíl

74 Frjáls útsaumur í mynd Í frjálsum útsaumi er unnið á frjálsan hátt með ýmis útsaumsspor. Ákveðin spor henta til að forma línur eins og þræðispor, afturstingur og varpleggur en önnur til að fylla upp í minni form eins og er með flatsaum. Klóspor, tunguspor, lykkjuspor, greinaspor og spíralhnútar eru meira myndræn og geta táknað fyrirmyndir úr náttúrunni eins og greinar, blóm og fræ. Einnig er leikið með mismunandi tegundir af garni og mismunandi grófleika þess. Nota má eigin ljósmyndir sem fyrirmynd og tilvalið að nota gluggaramma til að finna hentuga fyrirmynd. Fyrirmyndin er teiknuð beint ofan á þéttofið bómullar- eða hörefni með vel ydduðum blýanti eða að dregið er í gegn með merkipappír. Í frjálsum útsaumi ræður helst persónulegt val og því miklir möguleikar á eigin sköpun. Logi Höskuldsson er höfundur myndarinnar Skólagarður.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=