Handbók í textíl

130 Teygjanleg prjónaefni Prjónað efni kallast jersey og samanstendur af lykkjum sem krækjast hver í aðra. Jersey er framleitt í prjónavélum í iðnaðarverksmiðjum. Jersey-efni eru framleidd á tvo vegu: ívafsprjón eða uppistöðuprjón. Í ívafsprjóni færist bandið fá einni lykkju til annarrar í lárétta átt. Prjónaefnið fær svipað útlit og handprjónuð voð og er algengasta aðferðin til að framleiða jerseyefni. Jaðrarnir eiga það þó til að rúllast upp. Í uppistöðuprjóni færist bandið í lóðrétta átt frá einni lykkju til annarrar. Uppistöðuprjónað jersey er oftast mun þéttara og teygist minna en ívafsprjónað jersey. Joggingefni, þunn jerseyefni, flís, velúr og sundfataefni eru dæmi um prjónaefni. Að kaupa efni Efnismagn fyrir saumaða flík ræðst af breidd efnis. Vanaleg breidd er 150 cm, eða svokölluð tvöföld breidd, og 90 cm er þá einföld breidd. Einnig eru til fleiri efnisbreiddir. Silki, flauel og bútasaumsefni eru oft 112 cm breið og joggingefni 160 cm breið. Ef efnisbreiddin er minni þarf mögulega tvöfalda lengd af efni í flík miðað við ef efnið væri breiðara. Ef sniðið er mjög vítt þarf mun meira efni. Efnismagnið er gefið upp í leiðbeiningum sem fylgja tilbúnum sniðum. Áætlað efnismagn Efnisbreidd 150 cm Efnisbreidd 90 cm Vítt pils 2 × pilssídd + 20 cm 4 × pilssídd + 30 cm Þröngt pils 1 × pilssídd + 20 cm 2 × pilssídd + 30 cm Víðar buxur 2 × buxnasídd + 20 cm 4 × buxnasídd + 30 cm Þröngar buxur 1 × buxnasídd + 20 cm 2 × buxnasídd + 30 cm Blússa/skyrta 1 × blússusídd + 2 × blússusídd + 30 cm 1 × ermalengd + 20 cm Hettujakki 1 × jakkasídd + 2 × jakkasídd 1 × ermalengd + 2 × ermalengd + 1 × hæð á hettu + 20 cm 1 × hæð á hettu + 30 cm Stuttbuxur 1 × buxnasídd + 20 cm 2 × buxnasídd + 30 cm Ívafsprjónað jersey teygist á báða vegu eins og handprjónuð voð. Uppistöðuprjónað jersey teygist lítið sem ekkert á báða vegu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=