Handbók í textíl

PRJÓN 43 Framleistur Framleistur er prjónaður í þremur hlutum: fleygar, framleistur og tá. Í fleygum eru teknar úr umframlykkjur þannig að lykkjum er fækkað í samræmi við upphaflegan lykkjufjölda á stroffhluta. Framleistur er hringprjónaður að litlu tá og er það viðmiðið þegar sokkurinn er mátaður fyrir úrtöku. Oddaúrtökur eru notaðar til að ljúka við totuna. Umframlykkjur eru staðsettar á hæltungunni. Fleygar 1. Skiptið lykkjum á hæltungu jafnt á tvo prjóna. Umferðaskipting fer nú fram á milli þeirra. Prjónið upp nýjar lykkjur í gegnum jaðarlykkjur á vinstri hlið hæltungu með 1. prjóni. 2. Látið lykkjur snúa í sömu átt. 3. Prjónið 2. og 3. prjón. 4. Prjónið upp nýjar lykkjur í gegnum jaðarlykkjur á hægri hlið hæltungu með 4. prjóni á sama hátt og vinstra megin. 5. Prjónið nýju lykkjurnar á 4. prjóni. Lykkjufjöldi á að vera sá sami á 1. og 4. prjóni. 6. Takið úr umframlykkjur á eftirfarandi hátt: Í lokin á 1. prjóni og í byrjun á 4. prjóni eru prjónaðar saman tvær lykkjur brugðið. Herðið vel að prjónagarninu við úrtökur þannig að ekki myndist göt. 7. Prjónið eina umferð slétt á milli úrtökuumferða. 8. Haldið áfram þar til lykkjufjöldi verður sá sami og í upphafi. Mátið sokkinn. Framleistur Prjónið framleista þar til litla táin fer í hvarf við mátun, ef prjóna á munstur þarf að skipuleggja það við upphaf og endi. Ef prjónaðar eru rendur eða munsturprjón í fleiri litum þarf að staðsetja byrjun umferðar á ilinni undir fætinum. Tota Gengið er frá sokkatotu með stjörnuúrtöku eða fjórfaldri úrtöku. Gengið er vel frá garnendum og mögulega pressað varlega yfir sokkana með gufustraujárni. Eftir það eru sokkarnir tilbúnir.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=