Handbók í textíl

138 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 Að sníða Þegar sníða á efni er reynt að nýta það sem best. Sniðhlutarnir eru lagðir út þannig að semminnst efni verði afgangs þegar búið er að sníða. Leggið fyrst út stærstu sniðhlutana. Saumar og brotalínur á mið framstykki og mið bakstykki eru lagðar við brotbrún eða jaðar. Þráðréttulínur eiga að liggja samsíða jöðrum efnis RÉ = rétta RA = ranga MF = miðja fram MB = miðja bak ÞR = þráðrétta MB ÞR BROTBRÚN MF ÞR JAÐAR 1. Brjótið efnið tvöfalt í sömu átt og jaðrar. Brjótið efnið annaðhvort í samræmi við breidd á sniði eða þannig að jaðrar liggi saman. Veljið þann möguleika sem sparar mest efni. 2. Leggið þá hlið á sniði sem er með brotalínu ( - - - ) við brotbrún efnis. Athugið hvort þráðréttulínur séu samsíða jöðrum efnis.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=