Handbók í textíl

22 Aðferð 1: Prjónið saman slétt tvær lykkjur í aftari lykkjubogana. Aðferð 2: Takið fyrstu lykkjuna óprjónaða og prjónið næstu lykkju og steypið óprjónuðu lykkjunni yfir þá prjónuðu. Tvöföld steypiúrtaka Takið fyrstu lykkjuna óprjónaða, prjónið saman næstu tvær lykkjur og steypið óprjónuðu lykkjunni yfir þá samprjónuðu. * * l Lykkja umf Umferð Steypiúrtaka Slétt lykkja sl Úrtaka eða samprjónað. Prjónið saman tvær brugðnar lykkjur. Brugðin lykkja br Útaukning eða uppsláttur. Aukið út með því að slá garnið upp á prjóninn. Þannig verður til ein lykkja til viðbótar í prjóninu. Úrtaka eða samprjónað. Prjónið saman tvær sléttar lykkjur í fremri lykkjuboga. Tákn og skammstafanir Eftir að búið er að tileinka sér prjónatáknin er mögulegt að prjóna erfið útprjónamunstur. Munið að framhliðin á prjóninu lítur ekki út í samræmi við táknin á skýringarmyndinni. Ef útprjónið er prjónað fram og til baka þarf að huga að því að ef lykkjan er táknuð sem slétt þá skal hún prjónuð brugðin á röngunni. Útaukning. Aðferð 1: Prjónið í sömu lykkju tvisvar sinnum, fyrst í fremri og síðan í aftari lykkjuboga. Aðferð 2: Prjónið í fremri eða aftari lykkjuboga í lykkju fyrri umferðar. Takið óprjónaða lykkju sem slétta. Garnið er á bakhlið prjónaverks. Takið óprjónaða lykkju sem brugðna. Garnið er á framhlið prjónaverks. Tilfærsla á prjónalykkjum – flotlykkjur. Lykkjurnar sem eru teiknaðar með pílum eru efstar ofan á framhlið prjónverks. Notið hjálparprjón ef færa eða flytja á margar lykkjur. Endurtakið leiðbeiningar á milli merkjanna.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=