Handbók í textíl

PRJÓN 39 Að prjóna þumal 1. Rekið varlega upp hjálpargarnið. Í neðri hluta opsins eru jafnmargar lykkjur og prjónaðar voru með hjálpargarni. Í efri hluta opsins er einni færri. 2. Takið upp lykkjurnar báðum megin. Athugið að lykkjurnar snúi rétt. 3. Takið upp 2–3 lykkjur í hliðum opsins. 4. Takið úr sömu aukalykkjur í næstu umferð. Úrtakan myndar litla fleyga í hliðum opsins. 5. Takið úr þar til lykkjufjöldi á þumli er samkvæmt áætlun. 6. Skiptið lykkjum jafnt niður á þrjá prjóna. 7. Byrjið úrtöku þegar þumall nær hálfri þumalnögl. Prjónið saman fyrstu tvær lykkjur á hverjum prjóni þar til tvær lykkjur eru eftir á hverjum. Klippið garnenda og þræðið í gegnum lykkjurnar með stoppunál. 8. Gangið frá garnendum á röngu. 1. Vinstri vettlingur Flytjið þær lykkjur sem ekki á að prjóna með hjálpargarni frá prjóni tvö yfir á lausa prjóninn. Prjónið síðan þær lykkjur sem eru fráteknar fyrir þumalopið með hjálpargarninu. Haldið síðan áfram að prjóna með vettlingagarninu. 2. Hægri vettlingur Þegar komið er að því að prjóna þriðja prjóninn eru fyrstu lykkjurnar prjónaðar með hjálpargarninu á lausa prjóninn. Restin af lykkjunum á þriðja prjóni eru síðan fluttar yfir á sama prjón. Haldið síðan áfram að prjóna með vettlingagarninu. Þegar komið er að úrtöku á vettlingi er hann mátaður á eftirfarandi hátt: Stingið lausa prjóninum gegnum vettlinginn báðum megin við hjálpargarnið á þumlinum. Farið í vettlinginn þannig að prjónninn við þumal hafni milli þumals og vísifingurs. Byrjið úrtökuna þegar baugfingur sést ekki lengur við mátun. Prjónalykkjur fyrir þumalinn með hjálpargarni Dæmi: 1. Lykkjufjöldi á einum prjóni = 8 L 2. 1,5 × 8 L = 12 L = heildarlykkjufjöldi fyrir þumal 3. 12 L : 2 = 6 L = prjónast með hjálpargarni 4. Prjónið 6 L með garnspotta í öðrum lit.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=