Handbók í textíl

PRJÓN 35 Ráð við umhirðu á prjónafatnaði Umhirða á fatnaði úr ull- eða gervigarni – Hægt er að fríska upp á ullarfatnað með því að viðra flíkurnar úti. – Þvoið flíkur aðeins ef þær eru óhreinar. – Þvoið ullarflíkur með þvottaefni fyrir viðkæman þvott eða ullarþvott. Við handþvott er notuð sérstök ullarsápa. – Notið stórt fat með nægu vatni ef þvo á ullarflík í höndum. Nuddið ekki flíkina heldur kreistið varlega. – Ef garnið þolir vélþvott, er notuð sérstök stilling fyrir ullarþvott. – Hafið ætíð í huga þvottahitastigið: ullar- og gerviefni þola 30 °C, vélþolin ull 30 °C eða 40 °C. – Mýkingarefni gerir flíkina mjúka og minnkar rafmögnun hjá gerviefnum. – Vindið aldrei prjónaða flík, kreistið vatnið varlega úr, t.d. með því að rúlla henni upp með handklæði sem dregur í sig mestu vætuna. – Ef sérstök stilling er fyrir vindingu á þvottavél, ætti að velja sem stystan tíma. Einnig er hægt að vélvinda handþvegnar flíkur. – Leggið flíkina til þerris og í rétt form og rétta stærð á sléttan flöt, t.d. á handklæði. – Flíkur úr ull eða gervitrefjum eru aldrei þurrkaðar í þurrkara. – Ef með þarf, er hægt að gufustrauja ullarflíkur varlega með röku pressustykki. Varast ber að hafa hitann of hátt stilltan. Umhirða á fatnaði úr bómullargarni – Flíkur úr bómullargarni geta verið þungar. Geymið flíkurnar saman brotnar. – Viðrið þær af og til útivið, það lengir líftíma þeirra. – Notið þvottaefni fyrir viðkvæman eða litaðan þvott og ekki of mikið þvottaefni. – Prjónaðar flíkur úr bómull þola þvott við 40 °C eða 60 °C og vindingu. – Hengið ekki upp blautar flíkur – það teygir á þeim. – Leggið flíkina til þerris og í rétt form á sléttan flöt, t.d. á handklæði. – Flestar bómullarflíkur er hægt að þurrka í þurrkara. Athugið fyrst upplýsingar á vörumiðanum á garninu eða á flíkinni. – Þegar flíkin er þurr er hægt að gufustrauja hana varlega með röku pressustykki. Ekki pressa flíkina.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=