Handbók í textíl

SAUMUR 127 Gervitrefjar Hálfgervitrefjar Algengast hálfgervitrefja er viskós (VI). Módal, acetat, triacetat og lyocell (Tencel) eru einnig hálfgervitrefjar. Hálfgervitrefjar eru unnar úr sellulósa frá greni og birki og umbreytt í trefjar. Þær hafa minni togstyrk en jurtatrefjar en eru þægilegar að klæðast og ódýrari í framleiðslu. Viskósefni falla vel og því hentug efni í kjóla, pils og blússur. Aftur á móti krumpast þær auðveldlega. Algervitrefjar Algengustu algervitrefjarnar eru pólýamíd = nylon (nælon) (PA), pólýester (PE), pólýakrýl (PC), pólýprópen (PP) og elastan = lycra (EA). Gervitrefjarnar eru framleiddar úr náttúruauðlindum sem endurnýjast ekki, eins og olíu, kolum eða gasi. Úr þessum hráefnum er unninn kemískur vökvi sem þrýst er í gegnum lítil göt og umbreytt í textíltrefjar. Gerviefni eru unnin úr sömu hráefnum og plast og hafa svipaða eiginleika. Þau bráðna auðveldlega, við smá neista getur myndast gat í efni. Þau eru létt og mjög sterk og gjarnan notuð í segl, reipi og sokka. Gerviefni draga ekki til sín vætu og þorna því fljótt. Á þann hátt geta gerviefni virst of þétt og anda ekki og lofta. Þau krumpast lítið og halda formi frekar vel. Aftur á móti rafmagnast þau og eiga það til að hnökra. Efnin brotna illa niður í náttúrunni eins og plastpokar. Spuni og trefjablöndur Það hefur verið mikilvæg kunnátta í flestum samfélögum að geta spunnið band enda meginundirstaðan til þess að geta ofið og prjónað voð. Við spunann eru trefjar snúnar saman í þráð. Áður fyrr var allt garn í prjón og vefnað spunnið í höndum á snældu eða fótstiginn spunarokk en í dag er spunnið nær eingöngu í spunavélum á verkstæðum eða í verksmiðjum. Blöndun trefja getur átt sér stað í spunaferlinu eða í vefnaðinum, hér er átt við að ekki er sama garn í uppistöðu og ívafi. Þegar ólíkum trefjum er blandað saman er verið að bæta eiginleika þeirra. Með blöndun náttúru- og gervitrefja er hægt að minnka krumpur og auka öndun efna. Ef bómull er blönduð með módal eða viskós verður efnið mýkra, ull blönduð með pólýester bætir tog- og slitþol ullar. Trefjablöndur eru líka oft ódýrari í framleiðslu en náttúrutrefjar. Þjóðbúningur karla. Skautbúningur, kyrtill og upphlutur. 18. aldar faldbúningur.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=