Handbók í textíl

122 Saumur Ef saumavinna á að bera árangur er mikilvægt að efni, snið og vinnulag sé samræmt. Persónulegt verklag við saumavinnu hefur áhrif á afraksturinn. Val á efni Mikilvægt er að þekkja til eiginleika efna þannig að val á efni verði í samræmi við tilætlaðan árangur. Notagildi og útlit fatnaðar hefur afgerandi áhrif á efnisvalið. Hráefnisval og framleiðsluaðferðir hafa áhrif á eiginleika efna. Áður en efnin koma í verslanir eru þau gjarnan meðhöndluð á einhvern hátt sem hefur líka áhrif á eiginleika þeirra. Þessi meðhöndlun getur ýmist gert flíkina vatns- og vindhelda eða straufría. Hráefni Hráefni sem notuð eru í framleiðslu á efnum eru flokkuð eftir uppruna. Náttúrutrefjar koma úr jurtaríkinu og frá hárum dýra en gervitrefjar eru manngerðar. Gervitrefjar skiptast í tvo flokka: algervitrefjar og hálfgervitrefjar. Algervitrefjar eru unnar úr hráefnum sem ekki er hægt að endurnýta eins og t.d. olíu. Hálfgervitrefjar eru unnar úr sellulósa frá trjám eins og greni og birki sem er umbreytt í spunavökva á efnafræðilegan hátt.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=