Handbók í textíl

76 meira áberandi er hægt að losa um spennuna á yfirtvinnanum. Útsaumstvinnar koma vel út í þéttum víxlsaumi. Frjáls útsaumur í vél Við útfærslu á hugmyndum fyrir frjálsan útsaum í vél er einfaldast að nota tilbúnar fyrirmyndir. Myndir í tímaritum, dagatölum, póstkortum eða á ljósmyndum eru tilvaldar fyrir þessa aðferð. Hægt er að stækka t.d. gamlar ljósmyndir í áætlaða stærð með ljósritunarvél. Möguleiki er að blanda frjálsum útsaum í vél með ýmsum ásaumsformum. Einnig er hægt að lita í form í tilbúnu útsaumsverki með þrykklit og pensli. Auðveldara er að spenna efnið í útsaumshring ef færa þarf það mikið fram og til baka í saumavélinni. Mælt er með því að nota útsaumshring ef sauma á þétt og mikið í efnið. 1. Stillið vélina á frísaums- stillingu. Minnkið þrýsting á saumvélafæti og afstillið matarann undir fætinum til þess að geta fært efnið til. Skiptið yfir á frísaumsfót (stoppfót). 2. Skissið fyrirmyndina á efnið með blýanti eða krítarpenna. Komið efninu fyrir í útsaumshring. 3. Saumið fyrst útlínur á formum. 4. Síðan er saumað frítt. Ljós og skugga í myndefni er hægt að ná fram með því að leika með mjóar og breiðar línur og þéttleika þeirra. Færið efnið til í útsaumshringnum um leið og unnið er og eftir þörfum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=