Handbók í textíl

PRJÓN 33 Stroffkantur Stuðlaprjón dregst eilítið saman á breiddina og því hentugt sem stroff á ermum, sokkum og vettlingum. Stuðlaprjón er notað til að ganga frá hálsmáli á peysum með stroffi. Hentugt er að prjóna stroffið með prjónum sem eru einu númeri minni en prjónað er með, þannig verður stroffið þéttara og teygjanlegra. Garðaprjónskantur Garðaprjónaðir kantar henta vel í heilar og hnepptar peysur og fyrir stroff á vettlingum. 1. Hentugt er að taka upp lykkjur með heklunál, t.d. meðfram hálsmáli. 2. Takið upp lykkjurnar þannig að þær myndi samfellda bogalínu. 3. Ef lykkjufjöldi verður of mikill er lykkjum fækkað í fyrstu umferð með úrtökum sem dreift er hringinn. 4. Takið ekki úr fyrir miðju hálsmáli að framan. 1. Takið upp lykkjur meðfram sömu lykkjuröð. 2. Langar brúnir eiga það til að herpast. Til að koma í veg fyrir það er fjórðu hverri lykkju sleppt þegar lykkjur eru teknar upp. Að taka upp lykkjur

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=