Handbók í textíl

18 Aðferð 2 Úrtaka – fækka lykkjum Úrtaka er þegar verið er að fækka prjónalykkjum með því að prjóna saman lykkjur. Tvöföld steypiúrtaka Tvöföld steypiúrtaka er meðal annars notuð þegar prjónað er gataprjón. 1. Takið fyrri lykkjuna óprjónaða. 2. Prjónið saman næstu tvær lykkjur í fremri lykkjuboga, slétt. 3. Steypið óprjónuðu lykkjunni yfir þá samprjónuðu. Steypiúrtaka 1. Takið fyrri lykkjuna óprjónaða. 2. Prjónið næstu lykkju slétt. 3. Steypið óprjónuðu lykkjunni yfir þá prjónuðu. Úrtakan vísar til vinstri séð frá framhlið prjónsins. Prjónið saman tvær sléttar lykkjur. Úrtakan vísar til hægri séð frá framhlið prjónsins. Einnig er hægt að prjóna saman tvær brugðnar lykkjur frá röngu. Lykkjur prjónaðar saman Prjónið saman tvær sléttar lykkjur í aftari lykkjuboga. Úrtakan vísar til vinstri séð frá framhlið prjónsins. Aðferð 1

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=