Handbók í textíl

112 handsaumaður. Stundum var ullin lituð með ýmsum jurtum eða öðru sem aðgengilegt var og gaf lit. Einnig voru notuð skinn og leður í fatnaðinn. Karlmenn klæddust innri skyrtu (kyrtli) og yfirkyrtli, buxum og skikkju sem næld voru upp á aðra öxlina með veglegri nælu. Konur klæddust síðum kyrtli (kjól) úr þunnu efni úr ull eða hör og yfir hann svuntuskokk úr ull sem opinn var í hliðum en nældur að framan með tveimur sporöskjulaga og kúptum nælum. Einnig báru þær nálarhús (hulstur fyrir saumnálar) og skæri fyrir saumavinnu. Yfirhafnir þeirra voru þríhyrnd sjöl sem næld voru saman að framan. Ýmsar nælur hafa fundist hér á landi við fornleifauppgröft og eru þær til sýnis á Þjóðminjasafni Íslands. Á 18. öld var farið að vefa á hefðbundna gólfvefstóla eins og við þekkjum í dag. Vefnaður var mikilvægur heimilisiðnaður fyrr á öldum enda voru ofin efni í fatnað á alla fjölskyldumeðlimi og vinnufólk til sveita og var vefnaður bæði kven- og karlmannsverk. Í byrjun 20. aldar voru ullarverksmiðjurnar farnar að framleiða tilbúin ofin efni í vélvæddum vefstólum og ekki lengur þörf á heimilisvefnaði. Vefnaður hefur viðhaldist sem skapandi handverk í listiðnaði og tómstundum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=