Handbók í textíl

132 Máltafla Konur Sniðastærð 32 = XS 34 = S 36 = S 38 = M 40 = M 42 = L 44 = L Yfirvídd 78 82 86 90 94 98 102 Mittisvídd 63 65 67 69 72 76 80 Mjaðmavídd 87 90 93 96 100 104 108 Karlar Sniðastærð 44 = M 46 = M 48 = L 50 = L 52 = XL Yfirvídd 88 92 96 100 104 Mittisvídd 73 78 83 88 93 Mjaðmavídd 94 98 102 106 110 Stúlkur Drengir Sniðastærð 140 152 164 176 Sniðastærð 140 152 164 176 Yfirvídd 69 74 80 84 Yfirvídd 70 76 82 88 Mittisvídd 60 62 64 65 Mittisvídd 60 64 68 74 Mjaðmavídd 74 82 90 92 Mjaðmavídd 74 80 86 92 Ungbörn og börn Sniðastærð í cm 62 68 74 80 86 92 98 104 110 116 122 128 134 Yfirvídd 44 46 48 50 51,5 53 55 57 59 61 63 65 67 Mittisvídd 44 46 47 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 Mjaðmavídd 46 48 50 52 54 56 58 60 62 64 66 68 70 Ákveðið sniðstærð samkvæmt máltöflu sem fylgir viðkomandi sniðblaði og sniðið er fengið úr. Hvaða sniðstærð velur einstaklingur sem er 89 cm í yfirvídd og 92 cm í mjaðmavídd? Berið saman eigin líkamsmál við málin í máltöflunni. Veljið þá sniðstærð sem er næst líkamsmálum. Ef líkamsmálin eru aðeins stærri en málin í máltöflunni er ráð að velja næstu stærð fyrir ofan. Hafa ber í huga að sjálft sniðið er aðeins víðara en persónulegu málin vegna eðlilegrar hreyfivíddar og til viðbótar vegna útlitsvíddar á sniði. Snið fyrir teygjuefni geta haft sömu vídd og líkamsmálin eða jafnvel verið þrengri, ástæðan er að teygjan í efninu strekkist á líkamanum. Snið fyrir kvenstærðir eru yfirleitt útfærð fyrir konur sem eru 168 cm á hæð. Ef konan er miklu lægri eða hærri en 168 cm er ástæða til að gera breytingar á sniðinu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=