Handbók í textíl

116 Efni og áhöld – stamt undirlag fyrir mottur – efnislengjur – breitt tréskaft eða reglustika tréskaft Einföld rýjaaðferð 1. Klippið stamt undirlag í það form sem óskað er eftir í mottu eða veggstykki. 2. Teiknið fyrirmyndina beint á undirlagið. 3. Vefjið efnislengju utan um reglustiku eða tréskaft og klippið niður í jafnlangar efnisræmur. Lengdin á efnisræmunum er 10-12 cm. 4. Hnýtið efnisræmurnar í netið bæði lóðrétt og lárétt. Að sauma rýjahnúta 4. Þræðið rýjagarnið á rýjanál með rúnnuðum oddi. Ef notaðir eru fleiri litir eru þeir lagðir saman og þræddir á sömu nál. 5. Byrjið og vinnið neðan frá og upp. Saumið rýjahnúta og vefjið garninu utan um 3 cm breitt tréskaft eða reglustiku sem liggur undir og meðfram grunnefninu. Þannig verður útkoman jöfn og vinnan mun auðveldari. Strekkið mátulega á hverjum hnút. 6. Þegar búið er að fylla á tréskaftið er klippt á milli garnlykkjanna að neðan. Tréskaftið er flutt til jafnóðum og saumað er. Frágangur 7. Brjótið hliðarkanta að röngu og faldsaumið. 8. Greiðið rýjagarnið upp á við með fingrunum og jafnið til eftir þörfum með skærum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=