Handbók í textíl

98 Batík – litunaraðferð Í Vestur-Afríku er hægt að nálgast fallega munstruð efni sem unnin eru með batíkaðferðum (adire). Efni eru brotin á ýmsa vegu og síðan er bundið fyrir þá staði sem ekki á að litast (adire oniko). Einnig eru ákveðin munstur saumuð í efnin með þræðisporum. Síðan er efnið krumpað vel saman með því að draga fast í þræðinguna (adire alabere). Bundnu og krumpuðu efnin eru sett í blátt litabað með laufum plantna sem innihalda indígólit. Þegar hnútar eru leystir eða þræðingin dregin úr og slétt úr efnunum koma í ljós hvít munstur á bláum grunni. Í dag eru notaðir keyptir textíllitir fyrir batíklitun. Einnig er hægt að setja liti í spraututúpur og sprauta einum eða fleiri litum á efnið í stað þess að setja það í litabað. Litaaðferðin er nefnd Tay Day eða Shibori (japönsk aðferð) og getur útkoman komið verulega á óvart. Efni og áhöld – bómullarefni – textíllitur fyrir heita eða kalda litun (Dylon) – tvinni og saumnál – sterkt band; bómullarband, snæri, efnislengja eða teygjur – þvottaklemmur, ýmis form til að binda utan um – pottur og eldavélahella – vatn Hnútabatík Adire oniko (brotið og hnýtt), adire alabere (þrætt og krumpað) 1. Útbúið litabaðið samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum. 2. Sníðið hvítt efnisstykki og strauið.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=