Handbók í textíl

77 ÚTSAUMUR Efni og áhöld – grunnefni og munsturefni – tvöfalt straulím (flísófix) – smjörpappír – tvinni munsturefni flísi- lín smjörpappír RA strauja Ásaumur – applíkering Ásaumur er aðferð þar sem mismunandi efnisform eru saumuð á grunnefni. Myndformin er hægt að nota í t.d. bútasaumsverk eða sjálfstætt myndverk. Ásaumsform geta líka nýst í endurnýtingu á fatnaði eða sem bætur til viðgerða. 1. Teiknið upp fyrirmynd á blað. Klippið pappírs- formin út og sníðið eftir þeim í efni og í tvöfalt flísilín (flísófix), en hafið hvort tveggja, efnisform og flíslín, 1–2 cm stærra en pappírssniðin meðfram öllum hliðum. Síðan er umframefnið klippt frá eftir pappírsniðum. 2. Leggið efnisformin með röngu upp ofan á smjörpappír á straubretti. Leggið aðra límhlið flíslíns (sem ekki er með smjörpappír) ofan á og smjörpappír efst. Strauið yfir smjörpappírinn þar til flíslínin hafa límst fast við efnisformin. 3. Sníðið efnisformin nákvæmlega eftir pappírssniðunum. Dragið smjörpappírinn af hinni límhlið flísilína. 4. Nælið formin með réttu upp á viðeigandi staði ofan á grunnefnið. Leggið smjörpappír ofan á og strauið yfir efnisformin þar til þau eru föst við grunnefnið. 5. Saumið þéttan víxlsaum meðfram köntum efnisforma.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=