Handbók í textíl

PRJÓN 15 1. Búið til upphafslykkju. Takið prjóninn í hægri hönd þannig að garnið hangi niður. Setjið vinstri þumal og vísifingur inn á milli hangandi garnenda. Garnið sem kemur frá hnotunni liggur á vísifingri en langi garnendinn á þumli. Lófinn snýr að líkamanum. Langatöng, baugfingur og litli fingur grípa um báða garnenda. 2. Færið prjónenda á hægri hendi niður og undir garnið við þumal. 3. Færið síðan prjónenda upp að garninu sem liggur á vísifingri og krækið í garnið með prjóninum. 4. Dragið lykkjuna í gegn undir garnið við þumal. 5. Sleppið garninu á vinstri þumli með því að beygja hann. Notið síðan þumalinn til að krækja í nýja garnlykkju um leið og hann dregur í nýju prjónalykkjuna á prjóninum. Húsgangsfit Húsgangsfit er einföld og fljótleg aðferð við að fitja upp. Hafa ber í huga hve mikið af garni fer í uppfitjun. Vanalega er reiknað með að garnendinn fyrir utan upphafslykkjuna þurfi að vera þrisvar sinnum breiddin á tilbúna verkinu. Ef garnendinn er of stuttur og dugar ekki til við uppfitjun þarf að byrja aftur að fitja upp. Prjónið í fyrstu prjónaumferðinni verður hæfilega teygjanlegt ef notaður er grófari prjónn (einu til tveimur númerum stærri) í uppfitjunina en prjónarnir sem ætlunin er að nota í sjálft prjónið. Ef fitjað er upp á tvo samliggjandi prjóna er hætta á að garnið renni til á prjónunum og þá verður uppfitjunin ójöfn. Þeir sem prjóna örvhent verða að víxla hægri hendi fyrir þá vinstri í teikningum og það sama á við textaskýringar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=