Handbók í textíl

79 ÚTSAUMUR Ef ætlunin er að vattera teppi í saumavél eru blokkirnar ekki saumaðar strax saman. Saumið fyrst bútana saman í eina blokk. Saumið síðan blokkirnar saman í lengjur. Að lokum eru lengjurnar saumaðar saman. Sníða og sauma Efnisbútarnir verða að vera nákvæmlega sniðnir. Annaðhvort eru þeir sniðnir til með sníðaskærum eða skornir á bútasaumsmottu með rúlluhníf. Bútarnir eru saumaðir saman með beinsaumi og með nákvæmlega sama saumfari. Hentugt er að hafa saumfarið sem nemur fótbreidd, saumavélafóturinn er þá látinn nema við efniskantinn. Sporlengdin er 2 mm og efniskantar eru ekki víxlsaumaðir. Saumför eru straujuð jafnóðum frá réttu og saumförin látin snúa í sömu átt að efninu sem er dekkra.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=