Handbók í textíl

48 Mismunandi skoðanir eru á því hvar aðferðin við að hekla hafi verið fundin upp. Sumir telja að aðferðin hafi verið þekkt fyrir þúsundum ára í Mið-Asíu. Fornleifarannsóknir sýna nálar sem bæði hafa verið notaðar í útsaum og hekl. Aðrir telja að aðferðin sé upprunnin í Arabíu. Í Kína og Suður-Ameríku var einnig snemma farið að nota heklaðferðina. Gert er ráð fyrir að heklið hafi komið til Evrópu frá Tyrklandi. Heklið varð fyrst algengt í Evrópu á 18. og 19. öld. Á þeim tíma var það notað í minni skrautmuni eins og tóbakspoka og litlar handtöskur. Fyrstu heklunálarnar voru úr tré og beini en seinna voru þær úr málmi og plasti. Heklað milliverk á sængurver með áletruninni Góða nótt. Áður fyrr var algengt að hekluð milliverk voru saumuð í sængurver. Oft var mikil vinna lögð í að gera sængurfatnaðinn sem fallegastan. Nálbragð eða vattarsaumur var aðferð sem notuð var hér á landi frá landnámstíð eða þar til Íslendingar lærðu að prjóna. Aðferðin var aðallega notuð til að búa til vettlinga og sokka. Við vattarsaum er notuð stór nál úr tré, beini eða málmi. Nálin er þrædd með frekar grófu spunnu ullargarni. Saumað er með nálinni og eru þumalfingur og vísifingur notaðir til að móta lykkjur og umferðir eru unnar í spíral. Útliti svipar til áferðar í hekli. Saga heklsins Hekluð ungbarnapeysa. Vattarvettlingur.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=