Handbók í textíl

SAUMUR 135 5. Takið sniðið upp á sníðapappir. Ef sniðhluti er með beina hlið (t.d. MF (miðja að framan) eða MB (miðja á baki) er sú hlið lögð við beinan kant á sníðapappír. Festið sníðapappír ofan á sníðaörk með nokkrum títuprjónum. Í vissum tilvikum kemst sniðhluti ekki fyrir á sníðaörk. Í slíkum tilfellum geta verið pílumerkingar með tölum. Tölurnar segja til um hve mörgum cm á að bæta við pílu í þá átt sem hún vísar. Stundum er sniðhluta skipt upp í tvo eða fleiri hluta inn á sníðaörk (t.d. 7 og 7 a). Í hornum hlutanna eru þá tákn eða bókstafir sem eiga að passa saman (t.d. a-a, b-b). Slíkar viðbætur eða samsetningar eru sýndar á litlu útlitsmyndunum. Áður en farið er að sníða eru hlutar sniðsins límdir saman. 6. Minni sniðhlutar geta verið teiknaðir inn á stærri sniðhluta, eins og barmstykki, vasar eða aðrir smærri sniðhlutar. Þeir sniðhlutar eru teknir upp sér á sníðapappír. Ferhyrndir sniðhlutar og ræmur eru oft gefin upp í sentimetra málum. Sniðhlutarnir eru teiknaðir beint á efnið, eða áður búið til snið í pappír samkvæmt uppgefnum málum. Skoðið vel litlar útlitsmyndir af sniðhlutum og berið saman við sniðhluta sem búið er að taka upp á sníðapappír. Myndir og teikningar eiga að vera nákvæmlega eins.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=