Handbók í textíl

182 Buxna- og pilsvasi Vasasniðið er gjarnan teiknað inn á framstykki á pilsi eða buxum. Vasaopið getur verið beint eða rúnnað eins og á gallabuxum. Vinnuferlið er þó það sama óháð formi vasaops. Fremra vasastykki er sniðið í fóður (t.d. vasafóður eða bómullarefni). Aftara vasastykki sést frá framhlið og er það sniðið úr sama efni og er í flík. Hlið vasa saumast með í hliðsaumi og efri hluti við streng. RÉ RÉ RÉ RA 2. Brjótið vasastykki yfir á röngu þannig að saumur verði örlítið falinn og pressið. Stingið vasaop fótbreidd frá brún. 4. Vasi er síðan saumaður við hliðarsaum og streng. 3. Leggið aftara vasastykki (efni) aftan við það fremra með réttur saman og saumið vasapoka. Víxlsaumið saman saumför. RA vasafóður RÉ RÉ 1. Nælið vasastykki (fóður) við vasaop á framstykki með réttur saman. Saumið með beinsaumi meðfram vasaopi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=