Handbók í textíl

110 Bautþæfður bolti 1. Leysið upp 2 msk. af blautsápu í 2,5 dl heitu vatni. Einnig má nota aðra sápu, t.d. handsápu. 2. Takið handfylli af ullarkembu og rúllið létt á milli handa. Ef ullin er lituð og erfiðlega gengur að nudda henni saman er hægt að setja svolítið af matarolíu í lófana til að auðvelda þæfinguna. 3. Bleytið hendurnar með sápuvatninu eftir þörfum. Rúllið og nuddið varlega í byrjun, eða eins og verið sé að móta bollur sem á að baka. Þæfið síðan þétt og fast og um leið minnkar boltinn. Bleytið í með sápuvatninu og mótið og nuddið þar til boltinn er harður og jafn. 4. Þæfið áfram með því að skola boltann til skiptis í heitu og köldu vatni. Þurrþæfing Í þurrþæfingu er hægt að nota tilbúin mót til að móta fígúrur, t.d. piparkökuform. Byrjað er að vinna með smá ullarkembu og pikka í með sérstakri þurrþæfingarnál um leið og bætt er við ullarkembu og þannig mótast verkið smám saman. Þéttur svampur er notaður sem undirlag til að verja þurrþæfingarnálina þegar henni er stungið fremur hratt og þétt í kembuna. Ef búa á til bolta eða móta búk á dýri eða höfuð á brúðu er hægt að flýta fyrir ferlinu með því að vinda fyrst upp lítinn ullarhnykil og síðan móta ullarkembuna utan um hann og pikka í með nálinni um leið. Síðan má móta nef og eyru og fleira sem til þarf. Þurrþæfing hentar líka vel ef vinna á myndverk í mörgum litum á flötum grunni sem gæti verið blautþæft stykki eða filtefni. Þannig má sífellt vera að skapa, forma og bæta við hugmyndirnar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=