Handbók í textíl

10 Lykkjur, umferð og lykkjuröð Prjónavoð er mynduð af prjónalykkjum. Til að skilja prjónauppskriftir er nauðsynlegt að kunna nöfnin á ólíkum hlutum prjónalykkjunnar. Slétt lykkja er slétt ef horft er frá réttu prjónsins. Sama lykkja er brugðin ef horft er frá röngu prjónsins. fremri lykkjubogi neðri hluti (undirbogi) aftari lykkjubogi efri hluti (yfirbogi) Lárétt röð af lykkjum myndar eina umferð. Ef rekja þarf upp prjón og færa lykkjur aftur upp á hægri prjón er nauðsynlegt að lykkjurnar snúi rétt á prjóninum. Fremri lykkjuboginn á að hafna á framhluta prjónsins. Lóðrétt röð af lykkjum myndar lykkjuröð.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=