Handbók í textíl

SAUMUR 185 Band með lokusaumi (overlock) 1. 1. Sníðið bandið: Breidd = 4 x tilbúin breidd, lengd = tilbúin lengd + 2 cm. 2. Brjótið bandið tvöfalt eftir endilöngu með réttu út og pressið brotið. Opnið út og brjótið langhliðar að brotalínu að röngu. Brjótið bandið tvöfalt eftir endilöngu og pressið. Efnið er nú fjórfalt. 3. Stingið meðfram endilöngum brúnum. Byrjið stungur frá sama enda. RA RÉ Fjórfalt band RÉ 1. Sníðið bandið: Breidd = 2 x tilbúin breidd + 2 cm, lengd = tilbúin lengd + 2 cm. 2. Saumið keðju úr lokusaumi, þ.e. ekki við efni, sem er aðeins lengri en sjálft bandið. Klippið saumakeðjuna ekki frá saumavélinni! Leggið saumakeðjuna á réttu efnis og brjótið bandið eftir endilöngu með röngu út. Saumakeðjan liggur inn á milli og við brotið. Saumið langhlið með varpsaumi í framhaldi af saumakeðju. Saumakeðjan er áföst við bandið. 3. Dragið varlega í saumakeðju og snúið bandi við og yfir á réttu. 1. RÉ RA RA RÉ 2. 3. 3. 2.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=