Handbók í textíl

107 ÝMSAR TEXTÍLAÐFERÐIR Skúfur 1. Vefjið garni utan um stífan pappír þar til áætlaðri þykkt er náð. Þræðið garnenda milli garnsins og pappírsins. 2. Strekkið vel og hnýtið. 3. Takið pappírinn. 4. Takið nýtt garn, vefjið og strekkið vel utan um skúfinn rétt fyrir neðan enda að ofan. Þræðið og felið garnendana inn í skúfnum. 5. Klippið upp garnið neðan á skúfnum. Kögur 1. Klippið garnenda sem eru jafnlangir og áætlið lengd og fjölda í hverjum kögurhnút. Hafið í huga að þeir eru tvöfaldir í hnútnum. 2. Dragið garnið í gegnum op í efninu með aðstoð heklunálar. 3. Dragið kögurgarnið í gegnum lykkjuna sem myndast. Hver kögurhnútur tekur pláss og hafið kögrið ekki of þétt hlið við hlið.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=