Handbók í textíl

PRJÓN 45 Stjörnuúrtaka Ef lykkjufjöldi á hverjum prjóni eru oddatölur eru tvær lykkjur prjónaðar saman slétt í enda hvers prjóns. 1. Prjónið síðan eina umferð áður en stjörnuúrtakan hefst. 2. Skiptið lykkjum á hverjum prjóni í tvo hluta. Tvær síðustu lykkjurnar í hvorum hluta á hverjum prjóni eru prjónaðar saman. 3. Prjónið jafnmargar umferðir á milli úrtökuumferða og eru á milli úrtaka í úrtökuumferð. 4. Haldið áfram að taka úr þar til tvær lykkjur eru eftir á hverjum prjóni. Klippið garnið og þræðið upp á stoppunál. Þræðið nálina tvisvar í gegnum lykkjurnar sem eftir eru og herðið að. Gangið frá enda á röngu með því að þræða hann í spíral milli lykkjuboga. Bandúrtaka Bandúrtaka hentar vel fyrir vettlinga. Bandúrtaka er sérstaklega notuð ef munstur á vettlingi nær alla leið að totu. Með bandúrtöku fær totan þríhyrningslagað form. 1. Hafið jafnmargar lykkjur á hverjum prjóni. 2. Takið úr í hverri umferð. Takið úr fyrstu tvær lykkjur í aftari lykkjuboga á 1. og 3. prjóni og tvær síðustu í fremri lykkjuboga á 2. og 4. prjóni. 3. Herðið vel að með garninu við hverja úrtöku til að koma í veg fyrir göt. 4. Þegar tvær lykkjur eru eftir á hverjum prjóni er klipptur endi á garnið sem þræddur er upp á stoppunál. 5. Þræðið nálina tvisvar í gegnum lykkjurnar sem eftir eru og herðið að. 6. Gangið frá enda á röngu með því að þræða hann í spíral milli lykkjuboga.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=