Handbók í textíl

14 Blönduð ull Helstu eiginleikar gervitrefja eru að þær eru léttar og geta rafmagnast auðveldlega. Flíkur úr pólýakrýl eiga það til að hnökra. Gervitrefjar eru álíka viðkvæmar og ull og þola ekki mikinn hita við þvott og gufustraujun með heitu straujárni. Uppfitjun Mikilvægt er að gera prjónfestuprufu (sjá bls. 20) og skoða hve margar lykkjur þarf að fitja upp. Út frá prufunni er reiknað hversu margar lykkjur eru á hvern sentimetra og fjöldinn margfaldaður miðað við breidd verksins. Allar prjónalykkjurnar eru fitjaðar upp samtímis fyrir mælda breidd. Upphafslykkja 1. Vefjið garnið utan um vísifingur og löngutöng þannig að garnendinn liggi neðst. 2. Stingið vísifingri hinnar handarinnar undir garnið á milli vísifingurs og löngutangar og dragið garnið frá hnotunni í gegn þannig að lykkja myndist. 3. Dragið lykkjuna til og færið yfir á prjóninn.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=