Handbók í textíl

88 RA RÉ RA Breið binding Þegar notuð er breið binding á kanti er aðferðin þessi: Sníðið breiða beina lengju í bómullarefni. Lengjan þarf að vera sniðin eftir þræði (þráðrétt). Breiddin á vera tvisvar sinnum tilbúin breidd á bindingu + 2 cm. Oft er þörf á því að skeyta saman bindingu og er reynt, ef mögulegt er, að staðsetja hana fyrir miðju í hlið á teppi. RÉ Breið binding á stóru teppi 1. Brjótið 1 cm að röngu í einni langhlið bindingu og strauið. 2. Nælið ópressuðu langhliðina á bindingu með réttuna við eina hlið á bakhliðinni (röngu) á teppinu. Breiddin frá kanti á teppi að saumalínu á bindingu (1 cm í saumfar) er sú sama og tilbúin breidd á bindingu að frádregnum 1 cm. Nælið og beinsaumið yfir títuprjónana. Klippið (snyrtið) af bindingu við næsta horn þannig að hún sé í sömu línu og næsta hlið á teppi. 3. Brjótið bindingu utan um kantinn og yfir á framhlið á teppinu. Nælið og stingið niður frá framhlið tæpt í innri brún á bindingu. 4. Á sama hátt er gengið frá andstæðri hlið á teppinu. 5. Á hinum hliðum teppisins er bindingin látin ná nokkra sentimetra út fyrir hornin báðum megin. 6. Brjótið og nælið umframefni í hornum (1,5–2 cm) áður en bindingin er brotin að framhlið og stungin niður.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=