Handbók í textíl

SAUMUR 145 RA RA RÉ RA Mjór faldur Mjóir faldar eru notaðir á rúnnaða kanta. Notið lokusaum (overlock) á efniskantinn. Brjótið lokusauminn að röngu og strauið. Stingið niður fald frá réttu eða röngu og fótbreidd frá brún. Víxlsaumaður faldur Faldar á teygjuefnum eru saumaðir með víxlsaumi. Brjótið fald að röngu og saumið niður með víxlsaumi frá réttu eða röngu. Faldar á frotte-efnum Brjótið fald að röngu og nælið. Stingið niður fald með beinsaumi og síðan þriggjaþrepa víxlsaumi meðfram efniskanti.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=