Handbók í textíl

136 Sniðbreytingar Stærri breytingar á tilbúnum sniðum geta breytt sniðinu á flíkinni. Eðlileg hlutföll geta raskast þannig að flíkin fari ekki vel. Ástæða er til frá byrjun að velja snið samkvæmt óskum og í þeirri stærð sem passar best. Yfirleitt eru einhver frávik í sniðinu og þá er æskilegt að það þurfi aðeins að gera smávægilegar breytingar. Buxur er auðvelt að stytta eða síkka um nokkra sentimetra. Einnig er hægt að víkka eða þrengja buxnaskálmar. Pils er hægt að stytta eða síkka og víkka eða þrengja án þess að það hafi veruleg áhrif á sniðið. Ermalengd er líka hægt að breyta á samvarandi hátt. Að víkka eða þrengja skálmar 1. Ákveðið ummál á skálm að neðan. Vídd er jöfnuð út upp eftir skálm að ísetu og hné ef hnémerking er á sniði. 2. Mælið ummál á skálm á sniði (breidd á framskálm + breidd á afturskálm) og reiknið út mismun. 3. Deilið í mismun með fjórum. 4. Víkkið eða þrengið á fjórum stöðum, í hlið á fram- og afturskálm og í skrefi á fram- og afturskálm. Ef eigið mál er meira er víddin aukin. Ef eigið mál er minna er víddin minnkuð. Að síkka eða stytta ermar eða buxnaskálmar Áður en efnið er klippt er mikilvægt að athuga að síddin sé rétt á sniðinu. Þegar búið er að sníða er mjög erfitt, næstum ómögulegt, að síkka flík þannig að fari vel. Að breyta sídd 1. Ákveðið hvað þarf að síkka eða stytta flíkina mikið. 2. Teiknið nýja faldlínu á sniðið á sníðapappírnum. Athugið að nýja línan verði ekki skökk. Mögulega þarf að skeyta saman pappírssniðið. 3. Eftir að búið er að síkka sniðið þarf einnig að lengja hliðarlínur og tengja við nýja faldlínu. 1/4 1/4 1/4 1/4 1/4 1/4 1/4 1/4 Eigið mál _______________ cm Sniðmál ________________ cm = mismunur __________cm : 4 = ______________________ cm = þrenging eða víkkun

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=