Handbók í textíl

170 Að sauma hnappagöt Efst á flík í hneppubrún er efsta hnappagatið staðsett 1 cm frá hálsmálsbrún. Yfirleitt er tala staðsett þar sem efsti brjóstpunktur mætir hneppingu. Leggið flíkina slétta á borð og skoðið möguleika á staðsetningu talna. RÉ 1. Merkið fyrir hnappagötum. Merkið með vel ydduðum blýanti eða með títuprjónum. Mælið þvermál tölu. Staðsetning hnappagats við frambrún á flík er jafnlangt frá og þvermálið. Hnappagat er 2–3 mm lengra en þvermál tölu. 2. Saumið hnappagöt. Stillið á hnappagatasaum, en æfið fyrst í að sauma hnappagat í tvöfalt efni með því að fara eftir leiðbeiningum saumavélar. Saumið hnappagat og opnið það frá hvorum enda að miðju með sprettuhníf eða litlum og oddmjóum skærum. 3. Staðsetning á tölum. Brjótið flík saman í frambrúnum með réttur út og nælið. Merkið fyrir tölu með því að stinga og þrýsta vel ydduðum blýanti í fremri hluta hnappagats og í frambrún hinum megin (í lóðréttu hnappagati í efri hluta hnappagats).

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=