Handbók í textíl

93 ÚTSAUMUR Mála með efnisbútum Með aðferðinni er „málað“ með litlum efnisbútum og garnspottum. Auk þess er „teiknað“ yfir með beinsaumi í saumavél og um leið eru litlu efnisbútarnir og garnendarnir festir niður. Nota má tjullefni til að skapa meiri dýpt í myndina; auk þess virkar það sem hlíf fyrir lausa búta og enda sem ekki næst að festa með vélasaumnum. 1. Leitið að myndum í t.d. tímaritum. Náttúru- og landslagsmyndir eru tilvaldar fyrirmyndir fyrir þessa aðferð. 2. Safnið saman fjölbreyttum litum. Leitið að mismunandi efnisbútum og garni með ólíkri áferð og glans. Með fjölbreyttu og ólíku hráefni er hægt að skapa áhugaverða lokaniðurstöðu. Dreifið úr efnum og garni á borð. 3. Klippið til búta af efnum og garni og færið fyrir á grunnefni. Fylgið samsetningu lita og hlutföllum forma samkvæmt fyrirmynd. Því minni bútar þeim mun fjölbreyttari litbrigði verða í málverkinu. Dreifið líka yfir smábútum af garni og tvinna og jafnvel tjullbútum eða öðru gegnsæju efni sem gefur landslaginu þokukennda dulúð. 4. Leggið tjullefni sem er í sömu stærð og grunnefnið, ofan á bútana. Prófið tjull í mismunandi litum. 5. Nælið tjullið við grunnefnið og þræðið í höndum yfir myndflötinn með nál og tvinna. Takið títuprjónana úr. Efni og áhöld – þéttofið grunnefni; ef efnið er þunnt er það styrkt með straulími á bakhlið – smábútar af efnum, bönd, tvinni, fallegir garnendar – tjullefni eða annað gegnsætt efni – útsaumstvinni fyrir vélsaum eða venjulegur tvinni. 6. Skoðið myndina og ákveðið hvaða form og smáatriði á að draga fram og gera meira áberandi. Beinsaumið yfir myndflötinn á frjálsan hátt og festið um leið niður tjull, efnisbúta og garn við grunnefnið. Einnig má nota önnur saumaspor í vél eða höndum, glansandi útsaumstvinna fyrir vélsaum og jafnvel sleppa tjullinu. Unnið eftir fyrirmynd á fremur nákvæman hátt. Unnið á frjálsan hátt, jafnvel óháð fyrirmynd.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=