Handbók í textíl

62 Útsaumur Útsaumur í höndum Í útsaumi þarf að huga vel að skipulagi þannig að árangur verði í samræmi við væntingar. Efni og útsaumsgarn þurfa að passa vel saman og nota viðeigandi verkfæri við útsaumsvinnuna. Efni og áhöld Við útsaum er notuð nál, lítil útsaumsskæri og útsaumshringur. Hringurinn samanstendur af tveimur hringjum, einum innri og öðrum ytri sem er með skrúfu til að spenna. Efnið er strekkt í hringinn svo sporin dragi ekki saman efnið. Nál er valin í samræmi við efni, grófleika á garni og útsaumsspor. Nál með rúnnuðum enda hentar vel fyrir útsaumsspor sem byggjast á reiknuðum þráðum í efni, eins og t.d. krosssaum og þræðispor. Í önnur efni er notuð nál með hvössum enda. Að forma efni í útsaumshring 1. Leggið efnið með réttuna upp ofan á innri hring. 2. Þrýstið ytri hring ofan á og utan um þann innri. 3. Skrúfið skrúfuna til að spenna og formið efnið um leið. Teygst getur á efninu ef það er látið vera of lengi útspennt í hringnum. Efni og garn fyrir útsaum: Bómullargarn: árórugarn, perlugarn, prjóna- og heklgarn. Ullargarn og hörgarn.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=