Handbók í textíl

156 Rykking í efni Rykkingar safna saman vídd í flík. Rykking getur líka verið til skrauts. Í þunnum efnum verður rykking fallegust ef notað er mikið efni í hana. Yfirleitt er notuð tvöföld efnisbreidd í rykkingu miðað við tilbúna breidd. Venjulega er rykkingartvinni saumaður með beinsaum og löngum sporum. Víxlsaumuð rykking Að rykkja með garni og víxlsaumi er einföld og fljótleg aðferð. Rykkingargarnið getur verið perlugarn eða bómullargarn sem rennur vel. RÉ Lek í efni 1. Stillið á breiðan og gleiðan víxlsaum, sporlengd 4–5, sporbreidd 5. 2. Víxlsaumið yfir rykkingagarnið. 3. Dragið í garnið þannig að efnið rykkist saman. 4. Saumið meðfram víxlsaumi þegar rykkta efnið er saumað við annað efni. 1. Brjótið efni tvöfalt með réttu út. Stingið u.þ.b. 2 mm frá brotbrún. 2. Sléttið úr efni og pressið öll lekin í sömu átt. RÉ RÉ

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=