Handbók í textíl

72 Efni og áhöld – efni með afgerandi uppistöðu- og ívafsþráðum (einstefta) – útsaumsgarn sem hentar útsaumsefninu – nál með hvössum eða rúnnum oddi (fer eftir útsaumsefninu) – útsaumshringur eftir þörfum Demantsspor Demantsspor geta verið saumuð eftir reitum en líka á frjálsan hátt. Útsaumsefnið þarf að vera með einskeftubindingu með afgerandi þráðum. Sporin geta verið ferhyrnd eða tígullaga og mynda einskonar stjörnu eða demant. Saumað er í kross tvisvar sinnum, fyrst lárétt og lóðrétt (þvert á hvort annað) og síðan á ská í hvora átt. Augnsaumur Augnsaumur myndar, eins og nafnið gefur til kynna, auga fyrir miðjum tilbúnum saum. Ferhyrndur augnsaumur er algengastur en einnig getur hann verið tígullaga. Augnsaumur er saumaður eftir reitamunstri í rúðum. Útsaumsefnið þarf að vera með einskeftubindingu með afgerandi þráðum sem gefa eftir þannig að „augað“ geti myndast. Saumurinn fer yfir fjóra þræði á hvorn veg og myndar því 16 nálspor og hvert þeirra saumast utan frá og inn í miðjuna. Augnsaumur er þannig nánast eins á réttu og röngu. Efni og áhöld – efni með afgerandi uppistöðu- og ívafsþráðum (einstefta) – útsaumsgarn sem hentar útsaumsefninu – nál með rúnnuðum oddi – útsaumshringur eftir þörfum Myndin er hluti af hnakksessuveri í vörslu Þjóðminjasafnsins og er frá seinnihluta nítjándu aldar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=