Handbók í textíl

178 Vasi á anórakk Vasann er hægt að fella inn í þversaum á framstykki, t.d. á anórak, flísjakka eða hettupeysu. Vasinn getur líka verið með rennilás. 2 st. 2 st. RA RÉ RÉ 2 cm 4. Brjótið vasastykki að röngu og strauið yfir vasaopið. Ef rennilás á að vera í vasaopi er hann nældur við op, efri langhlið láss nemur við efri kant. Stingið meðfram vasaopi fótbreidd frá brún. Neðri langhlið renniláss saumast með um leið. 2. Nælið annað vasastykki við framstykki með réttur saman. Merkingar fyrir vasaop eiga að standast á. 3. Saumið beinsaum meðfram vasaopi og 2 cm í saumfar. Byrjið og endið saum í vinkil við enda vasa. Klippið á ská upp að hornum og að saumi. 1. Sníðið tvö stykki fyrir vasapoka og tvö fyrir vasalok. Merkið vasaop með uppklippi í saumför. ✄

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=