Handbók í textíl

SAUMUR 193 Að þvo og strauja ullarflíkur Lesið um umhirðu á ullarfatnaði í kaflanum um prjón á bls. 35. Ekki er nauðsynlegt að þvo ullarflíkur oft, vegna þess að góðir eiginleikar ullarinnar hrinda frá óhreinindum. Ullin hreinsar og frískar sig sjálf ef hún er viðruð í röku og fersku útilofti. Krumpuð herraföt úr ull er hægt að slétta úr með því að hengja snyrtilega á herðatré í röku baðherbergi. Ullarfatnaður er þveginn samkvæmt meðferðarmerkingum sem fylgja flíkinni, annaðhvort í höndum eða á sérstöku ullarþvottakerfi í vél. Einnig má þurrhreinsa ullarflíkur. Ullarfatnaður er straujaður frá röngu með hitastig á tveimur punktum (150 °C) og gufustraujárni. Ef flík er straujuð eða pressuð frá réttu er notað pressustykki til að koma í veg fyrir glansáferð á efninu. Þykk ullarefni á ekki að strauja eða pressa. Ef saumað er úr þykku ullarefni eru saumför pressuð út með röku pressustykki. Að þvo undirfatnað Undirfatnað á að þvo með fatnaði í sama lit. Ef undirfatnaður er þveginn með lituðum er hætta á að þau verði gráleit og missi útlit. Þegar brjóstahaldarar eru þvegnir í þvottavél er ráð að setja þá í þvottavélapoka. Krækjur og aðrar festingar eiga að vera vel fastar. Brjóstahaldara með spöngum eða skrautsteinum á að þvo í þvottavélapoka í þvottavél. Skoðið meðferðarmerkingar og fylgið þeim eftir. Nælonsokkabuxur á einnig að þvo í þvottavélapoka á mildu þvottakerfi og 40 °C hámarkshita. Hægt er að lengja líftíma sokkabuxna með því að snyrta táneglur og hæla reglulega. Koma má í veg fyrir lykkjuföll með glæru naglalakki um leið og lítið gat myndast. Að þvo ytri fatnað Þegar utanyfirflíkur eru þvegnar er byrjað á því að snúa þeim við og skoða síðan meðferðarleiðbeiningar. Dúnjakka er hægt að þvo með eftirfarandi ráðleggingum: Dragið úr magni á þvottaefni eða 1/3 af venjulegu magni. Notið lita-þvottaefni og skolið að minnsta kosti fjórum sinnum. Dúnn þolir þurrkun í þurrkara. Setjið tvo tennisbolta með í þurrkarann. Boltarnir hjálpa til við að hreyfa við dúninum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=