Handbók í textíl

28 Munsturprjón með fleiri litum Munsturprjón (tvíbandaprjón) með tveimur eða fleiri litum af samskonar garni er oftast sléttprjónað. Prjónað er á víxl með fleiri litum samkvæmt rúðumunstri. Löng tengibönd á milli munstureininga á bakhliðinni gera það að verkum að prjónið fer að herpast saman. Ef tengibandið í munstrinu þarf að fara yfir fleiri en fimm lykkjur er betra að bregða því á miðri leið um garnið sem prjónað er með um leið og það er gert. Hentugra er að prjóna munsturprjón á hringprjóna vegna þess að auðveldara er að fylgja eftir munstrinu eingöngu frá framhlið. Skipulag fyrir munsturprjón í fleiri litum 1. Skipuleggið munsturprjónið á rúðupappír þar sem hver rúða samsvarar einni lykkju. 2. Hentugast er að prjóna aðeins með tveimur litum í sömu umferð (tvíbandaprjón). 3. Reiknið saman munstureiningarnar. Ef samanlagðar munstureiningar ganga ekki upp í lykkjufjöldann er lykkjum fækkað eða fjölgað eftir þörfum. 4. Ef prjónuð eru mismunandi munstur í sama prjónverki verða munstureiningar í hverju munstri að ganga upp í lykkjufjöldann í prjóninu. 5. Ef prjónaðar eru einlitar umferðir á milli munsturhlutanna getur prjónið dregist eilítið saman. Prjónaprufa fyrir munsturprjón Prjónið prufuna með tveimur sokkaprjónum. 1. Prjónið allar umferðir frá hægri til vinstri (frá réttu) og fylgið rúðumunstrinu. Fyrir örvhenta eru umferðirnar prjónaðar frá vinstri til hægri. Sleppið því að prjóna brugðnar umferðir. 2. Klippið á garnið í lok umferðar. 3. Byrjið á nýrri umferð og prjónið samkvæmt rúðumunstri. Haldið áfram þar til prufan er hæfilega stór.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=