Handbók í textíl

32 Faldar og prjónaðir kantar Fallegur frágangur á faldi næst ef prjónuð er ein brugðin umferð í brotalínu faldsins eða gatasnar. Ef prjónað er gatasnar myndast takkaröð meðfram faldbrún. Prjónaður faldur gefur góðan stuðning og flíkinni fallegra útlit. Á sléttprjónastykki, sem á það til að rúllast upp, er auðveldast að byrja og enda á stuðlaprjóni eða garðaprjóni. Einfaldur faldur Faldur með takkaröð 1. Prjónið faldinn með sléttprjóni. Notið fínni prjóna. 2. Skiptið um prjóna og prjónið eina umferð með takkaröð; þannig að sitt og hvað bregða garni um prjóninn (útaukning) og sitt og hvað prjóna saman tvær lykkjur (úrtaka). 3. Prjónið sléttprjón. 4. Brjótið faldinn að röngu og saumið niður með varpsporum án þess að herpa mikið á saumnum. 1. Prjónið faldinn með sléttprjóni. Notið fínni prjóna eða hálfu númeri minna. 2. Skiptið um prjóna og prjónið eina brugðna umferð í brotalínuna. 3. Prjónið sléttprjón. 4. Brjótið faldinn að röngu og saumið niður án þess að herpa mikið á saumnum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=