Handbók í textíl

42 1. Skiptið lykkjum á hæltungu í þrennt, hliðarlykkjur og miðlykkjur (hællykkjur), og merkið með garnspotta í öðrum lit eða með prjónamerki. Prjónið frá röngu fyrstu umferð á hællykkjum. 2. Prjónið styrktarprjón á hællykkjum þar til ein lykkja er eftir. Prjónið síðustu miðlykkju og fyrstu hliðarlykkju (sína hvorum megin við prjónamerki) saman brugðið. Snúið við. Hæltunga Lykkjum á hæltungu er skipt í þrjá hluta og sett merki sitt hvorum megin við miðlykkjur. Hæltungan er prjónuð bara með miðlykkjum (hællykkjum). Hliðarlykkjur eru sléttar tölur og miðlykkjur eru oddatölur. Hællykkjur eru 1 eða 3 lykkjum fleiri en eru í hliðum. Ytri lykkjur á hællykkjum eru teknar óprjónaðar þannig að styrktarprjónið verði með sama útliti í beinu framhaldi. Óprjónuðu lykkjurnar mynda örlítið upphleypta og röndótta áferð. 3. Takið fyrstu lykkju óprjónaða. Prjónið hællykkjur slétt milli merkinga þangað til ein lykkja er eftir. Prjónið þá lykkju og fyrstu hliðarlykkju eftir prjónamerki saman í aftari lykkjuboga. Snúið við. Örlítil göt myndast við úrtökur, takið þess vegna úr báðum megin við götin, hællykkju og hliðarlykkju og herðið vel að með garninu. Hæltungan er tilbúin þegar engar hliðarlykkjur eru eftir.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=