Handbók í textíl

158 Klaufar Á þröngri flík er venjulega klauf en klauf getur einnig verið til skrauts. Klauf getur verið staðsett í framhaldi af saum eða saumuð í sjálft efnið. Frágangur á klaufarbrúnum getur verið mismunandi. RA RÉ Klauf í faldi RÉ RA RA 1. Saumið beinsaum að klaufarmerkingu. Festið vel! 2. 1. 3. Brjótið fyrst hornin, síðan klaufarbrúnir og fald. Nælið og pressið. Stingið klaufarbrúnir og fald í einum samfelldum saum. Sjá frágang á hornum á bls. 150. 3. 2. Klippið upp í annað saumfarið að merkingu (klaufaropi). Víxlsaumið fyrst saman saumför eftir endilöngu og klaufarbrún, síðan fald og að lokum fráklippta saumfarið á klaufarbrún.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=