Handbók í textíl

128 Míkróefni Míkrótrefjar eru unnar úr mjög fíngerðum gervitrefjum. Efnin eru mjúk viðkomu. Þau hrinda frá sér vatni en þrátt fyrir það anda þau og lofta. Míkróefni henta sérstaklega vel í framleiðslu á útivistar- og íþróttafatnaði. Vattefni (Thermoefni) Við framleiðslu á vattefnum er reynt að líkja eftir eiginleikum dúns, að einangra hita vel. Vissar tegundir af vattefnum sem framleiddar eru úr gervitrefjum hafa góða einangrunareiginleika. Helstu gallar eru að við þvott dregur úr slíkum eiginleikum. Vatt-velúr er kallað flís. Flísefni eru hlý og notuð í útivistar- og íþróttafatnað. Lamíneruð efni Aðferðin við að framleiða vatnsfráhrindandi efni er að lamínera eða húða örþunn lög á yfirborð efnis. Húðunin er gerð með örsmáum götum, þannig að rigningadropar komast ekki í gegn en samt það stórum að raki getur gufað upp innan frá og í gegnum efnið. GORE-TEX föt eru líka regnföt enda búin til úr lamíneruðu (húðuðu) efni. Lamínering (húðun) gerir efnið bæði vind- og vatnshelt en hleypir í gegn vatnsgufu. regn vatnsgufa vindur lamínerað/ húðað efni húð

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=